Pitt sakaður um að taka sitt eigið barn hálstaki

Brad Pitt er sagður hafa slegið annað barn sitt og …
Brad Pitt er sagður hafa slegið annað barn sitt og tekið annað hálstaki. AFP

Kvikmyndaleikaranum Brad Pitt er gefið að sök að hafa slegið eitt barn sitt og tekið annað hálstaki í kjölfar þess að hann réðst á Angelinu Jolie, fyrrverandi eiginkonu sína, vegna rifrildis sem átti sér stað í einkaþotu.

Þetta kemur fram í stefnu vegna málshöfðunar Jolie á hendur Pitt, að því er fréttaveita AFP greinir frá.

Í málsgögnum greinir Jolie frá árás Pitt í einkaþotu þeirra hjóna er þau flugu ásamt börnum sínum frá Kaliforníu til Frakklands í september 2016.

Angelina Jolie og Brad Pitt skildu árið 2016.
Angelina Jolie og Brad Pitt skildu árið 2016. Mark Ralston

Réðst á Jolie og börnin

„Pitt tók eitt barnið sitt hálstaki og sló annað í andlitið,“ segir í gögnunum. Ágreiningur milli Pitt og Jolie hófst á baðherbergi flugvélarinnar eftir að Pitt gagnrýndi Jolie fyrir að vera ekki nógu ströng við börnin.

„Pitt greip í höfuðið á Jolie, hristi hana og tók svo um axlir hennar og hristi hana aftur áður en hann ýtti henni upp við baðherbergisvegginn.

Þegar eitt barnið tók til máls til að verja Jolie ætlaði Pitt að taka í barnið og Jolie greip hann aftan frá til að stöðva hann,“ segir í gögnunum.

„Börnin tóku á rás og reyndu að verja hvort annað. Áður en en þessu lauk tók Pitt eitt barnið hálstaki og sló annað í andlitið. Sum börnin báðu Pitt um að hætta. Mörg þeirra grétu.“

Jolie sótti um skilnað stuttu eftir atvikið. Alríkislögreglan rannsakaði málið í kjölfarið en engin ákæra var gefin út eftir átökin.

mbl.is
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sólveig Pálsdóttir
4
Ragnheiður Gestsdóttir
5
Guðrún frá Lundi

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú laðar að þér einstaklega ýtna manneskju í dag. Góðu fréttirnar eru þú veist hvernig þú átt að umgangast þannig fólk. Þú getur ekki orða bundist í kvöld.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sólveig Pálsdóttir
4
Ragnheiður Gestsdóttir
5
Guðrún frá Lundi

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú laðar að þér einstaklega ýtna manneskju í dag. Góðu fréttirnar eru þú veist hvernig þú átt að umgangast þannig fólk. Þú getur ekki orða bundist í kvöld.