Katrín og Ragnar strax á toppinn

Katrín Jakobsdóttir og Ragnar Jónasson fóru beint á topp metsölulistans …
Katrín Jakobsdóttir og Ragnar Jónasson fóru beint á topp metsölulistans í síðustu viku. mbl.is/Ágúst Óliver Erlingsson

Glæpasagan Reykjavík, eftir Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra og Ragnar Jónasson var mestselda bókin í verslunum Pennans Eymunssonar í síðustu viku. Bókin fór seint í sölu í vikunni, og var því aðeins í verslunum í einn dag.

Þetta er fyrsta glæpasagan sem forsætisráðherra sendir frá sér, en Ragnar er reynslubolti í þessum leik, enda er þetta fjórtánda skáldsagan sem kemur út eftir hann, á jafnmörgum árum.

Katrín og Ragnar fögnuðu útgáfu bókarinnar á þriðjudag. 

Reykjavík hefur vakið talsverða athygli, ekki bara hér heima, heldur líka erlendis. Pétur Már Ólafsson, útgefandi hjá Bjarti/Veröld sem gefur út bókina, sagði í viðtali við Morgunblaðið í dag að forlög í sjö löndum hefðu tryggt sér útgáfurétt að bókinni.

Í glæpasögunni Reykjavík segir frá því að í ágúst 1956 hverfur ung stúlka, Lára Marteinsdóttir, úr vist í Viðey. Eftir það spyrst ekkert til hennar. Áratugum saman hvílir mál Láru þungt á íslensku þjóðinni, það er reglulega rifjað upp í fjölmiðlum án þess að nokkuð komi fram sem skýri örlög hennar.

Í ágúst 1986 fer hins vegar ungur blaðamaður á Vikublaðinu að grafast fyrir um þetta dularfulla mannshvarf – með ófyrirséðum afleiðingum.

View this post on Instagram

A post shared by Ragnar Jonasson (@ragnarjo)

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samræður við stjórnendur, foreldra og yfirboðara eru beinskeyttar og ákafar í dag. Alls kyns spennandi tækifæri til vaxtar eru fyrir hendi núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samræður við stjórnendur, foreldra og yfirboðara eru beinskeyttar og ákafar í dag. Alls kyns spennandi tækifæri til vaxtar eru fyrir hendi núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes