Fyrsta myndin með nýja kærastanum umdeild

Billie Eilish og Jessie Rutherford á hrekkjavökunni.
Billie Eilish og Jessie Rutherford á hrekkjavökunni. Skjáskot/Instagram

Tónlistarkonan Billie Eilish birti fyrstu myndina af sér og kærasta sínum Jesse Rutherford í vikunni. Myndin hefur farið öfugt ofan í aðdáendur Eilish sem þegar höfðu gagnrýnt samband þeirra harðlega vegna þess að ellefu ára aldursmunur er á milli þeirra.

Eilish birti mynd af þeim á hrekkjavökunni þar sem hún er klædd upp sem barn, en hann sem gamall maður. Þótti aðdáendum hennar óviðeigandi að gera grín að aldursmuninum með þessum hætti og sögðu barnagirnd vera ekkert aðhlátursefni. 

Þekkst síðan hún var 15 ára

Eilish og Rutherford opinberuðu samband sitt nýlega en aðdáendur hennar hafa ekki verið hrifnir af því vegna þess að hún er tvítug en hann 31 árs gamall. Þá hefur það sérstaklega vakið athygli að þau hafi þekkst síðan hún var 15 ára. 

„Búningar Billie Eilish og Jessie Rutherford eru ógeðslegir og skrítnir, sérstaklega með tilliti til aldurs og valdaójafnvægisins á milli þeirra,“ skrifaði einn aðdáandi á Twitter. 

„Þetta er ekki fyndið eða sniðugt, þetta er ekki brandari, þetta er ógeðslegt, fullorðna fólkið í lífi hennar hefur brugðist henni eina ferðina enn,“ skrifaði annar.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu það ekki slá þig út af laginu þótt einhverjir eigi erfitt með að skilja hvert þú ert að fara. Gerðu ráð fyrir því óvænta í öllu því sem þú tekur þér fyrir hendur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Skúli Sigurðsson
2
Steindór Ívarsson
3
Stefan Mani
4
Patricia Gibney

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu það ekki slá þig út af laginu þótt einhverjir eigi erfitt með að skilja hvert þú ert að fara. Gerðu ráð fyrir því óvænta í öllu því sem þú tekur þér fyrir hendur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Skúli Sigurðsson
2
Steindór Ívarsson
3
Stefan Mani
4
Patricia Gibney