Í hart gegn spænskum stjórnvöldum

Shakira segist ekki hafa búið lengur en 183 daga úr …
Shakira segist ekki hafa búið lengur en 183 daga úr ári á Spáni árin 2012 til 2014. AFP

Kólumbíska söngkonan Shakira segir spænsk stjórnvöld vera í ófrægingarherferð gegn sér. Í málsvörn sinni segir Shakira ekki hafa þurft að borga skatta á Spáni á árunum 2012 til 2014 því hún hafi ekki verið spænskur ríkisborgari búsettur á Spáni á þeim tíma. TMZ greinir frá.

Spænska ríkið hefur höfðað mál gegn söngkonunni heimsfrægu vegna skattalagabrota og segja hana skulda ríkinu 14 milljónir bandaríkjadala vegna ógreiddra skatta á umræddu tímabili. 

Í málsvörn Shakriu benda lögfræðingar hennar á að til þess að greiða fulla skatta á Spáni þurfi ríkisborgarar að búa 183 daga eða lengur í landinu á ári. Það hafi hún ekki gert. 

Shakira var gift spænska landsliðsmanninum fyrrverandi Gerard Piqué, en þau gengu í hjónaband árið 2011 og skildu fyrr á þessu ári.

8 ára fangelsi

Á umræddu tímabili hafi hún greitt meira en 10 milljónir bandaríkjadala í skatt í Bandaríkjunum, þar sem hún bjó og starfaði. Á þeim tíma var hún dómari í Voice og bjó ekki á Spáni. 

Saksóknari hefur farið fram á átta ára fangelsisdóm yfir henni og vill að hún greið 24 milljónir bandaríkjadala í sekt. Shakira byrjaði að greiða skatta á Spáni árið 2015 og hefur greitt síðan þá yfir 90 milljónir bandaríkjadala í skatt þar, að því er fram kemur í málsvörn hennar. 

Segir hún spænsk stjórnvöld vera að reyna að hefna sín á henni, því hún greiddi ekki skatta á Spáni árið 2011 þar sem hún var á tónleikaferðalagi um heiminn og eyddi alls 60 dögum á Spáni það ár.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu það ekki slá þig út af laginu þótt einhverjir eigi erfitt með að skilja hvert þú ert að fara. Gerðu ráð fyrir því óvænta í öllu því sem þú tekur þér fyrir hendur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Skúli Sigurðsson
2
Steindór Ívarsson
3
Stefan Mani
4
Patricia Gibney

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu það ekki slá þig út af laginu þótt einhverjir eigi erfitt með að skilja hvert þú ert að fara. Gerðu ráð fyrir því óvænta í öllu því sem þú tekur þér fyrir hendur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Skúli Sigurðsson
2
Steindór Ívarsson
3
Stefan Mani
4
Patricia Gibney