Nældi sér í Prison Break-stjörnu

Tish Cyrus og Dominic Purcell eru að slá sér upp …
Tish Cyrus og Dominic Purcell eru að slá sér upp saman. Skjáskot/Instagram

Tish Cyrus, móðir söngkonunnar Miley Cyrus, er komin með nýjan kærasta. Sá heppni er kunnugur aðdáendum þáttanna Prison Break, leikarinn Dominic Purcell. 

Cyrus frumsýndi kærastann á Instagram á sunnudag, en þá var stutt síðan fyrrverandi eiginmaður hennar Billy Ray Cyrus tilkynnti að hann væri trúlofaður áströlsku söngkonunni Firerose.

Cyrus-hjónin voru gift í 28 ár en tvö ár eru síðan þau skildu. Þau eiga þrjú börn saman, Miley, Braison og Noah. Tish átti tvö börn fyrir, Brandi og Trace. Purcell var áður kvæntur Rebeccu Williams og á með henni fjögur börn, Joseph, Audrey og tvíburana Lily og Augustus.

Hún er 55 ára en Purcell er þremur árum yngri 52 ára.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Oft leitum við sannleikans langt yfir skammt. Farið ykkur hægt og rólega því tækifærin hlaupa ekkert frá ykkur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Skúli Sigurðsson
2
Stefan Mani
3
Laila Brenden
5
Anna Sundbeck Klav

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Oft leitum við sannleikans langt yfir skammt. Farið ykkur hægt og rólega því tækifærin hlaupa ekkert frá ykkur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Skúli Sigurðsson
2
Stefan Mani
3
Laila Brenden
5
Anna Sundbeck Klav