Lést úr ristilkrabbameini

Leikkonan Kristie Alley lést úr ristilkrabbameini.
Leikkonan Kristie Alley lést úr ristilkrabbameini. AFP

Leikkonan Kristie Alley lést úr ristilkrabbameini. Alley lést á mánudag 71 árs að aldri. Hún hafði nýlega greinst með krabbameinið og háði stutta baráttu við það. 

Umboðsmaður leikkonunnar greindi frá banameini hennar, en börn hennar True og Lillie Parker greindu frá andláti móður sinnar á mánudag. 

Leik­kon­an var þekkt­ust fyr­ir hlut­verk sitt sem Re­becca Howe í gam­anþátt­un­um Staupa­steini eða Cheers en hún hlaut Emmy-verðlaun fyr­ir frammistöðu sína í þeim þátt­um.

Þá er hún einnig þekkt fyr­ir að hafa leikið í kvik­mynd­inni Dav­id's Mot­her og róm­an­tísku gam­an­mynd­inni Look Who's Talk­ing.

Ristilkrabbamein er þriðja algengasta krabbameinið í heiminum á eftir lungnakrabbameini og brjóstakrabbameini. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kemst ekki upp með neitt þessa dagana og á því að leggja spilin á borðið. Treystu innsæi þínu og láttu það eftir þér að gera það sem þig langar.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Jojo Moyes
5
Moa Herngren
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kemst ekki upp með neitt þessa dagana og á því að leggja spilin á borðið. Treystu innsæi þínu og láttu það eftir þér að gera það sem þig langar.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Jojo Moyes
5
Moa Herngren