Lést úr ristilkrabbameini

Leikkonan Kristie Alley lést úr ristilkrabbameini.
Leikkonan Kristie Alley lést úr ristilkrabbameini. AFP

Leikkonan Kristie Alley lést úr ristilkrabbameini. Alley lést á mánudag 71 árs að aldri. Hún hafði nýlega greinst með krabbameinið og háði stutta baráttu við það. 

Umboðsmaður leikkonunnar greindi frá banameini hennar, en börn hennar True og Lillie Parker greindu frá andláti móður sinnar á mánudag. 

Leik­kon­an var þekkt­ust fyr­ir hlut­verk sitt sem Re­becca Howe í gam­anþátt­un­um Staupa­steini eða Cheers en hún hlaut Emmy-verðlaun fyr­ir frammistöðu sína í þeim þátt­um.

Þá er hún einnig þekkt fyr­ir að hafa leikið í kvik­mynd­inni Dav­id's Mot­her og róm­an­tísku gam­an­mynd­inni Look Who's Talk­ing.

Ristilkrabbamein er þriðja algengasta krabbameinið í heiminum á eftir lungnakrabbameini og brjóstakrabbameini. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það lítur út fyrir að þú sitjir uppi með hálfgert leiðindaverk í dag. Gagnrýni er holl, en við erum flest að reyna að gera eins vel og við getum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Skúli Sigurðsson
2
Stefan Mani
3
Patricia Gibney
4
Laila Brenden

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það lítur út fyrir að þú sitjir uppi með hálfgert leiðindaverk í dag. Gagnrýni er holl, en við erum flest að reyna að gera eins vel og við getum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Skúli Sigurðsson
2
Stefan Mani
3
Patricia Gibney
4
Laila Brenden