Segir Vilhjálm hafa öskrað á sig

Harry segir að Vilhjálmur hafi öskrað á sig á fundinum …
Harry segir að Vilhjálmur hafi öskrað á sig á fundinum alræmda í Sandringham. AFP

Harry Bretaprins segir að Vilhjálmur Bretaprins hafi öskrað á sig á krísufundi í höllinni í janúar árið 2020. Fundurinn var haldinn skömmu eftir að Harry og Meghan hertogaynja tilkynntu að þau ætluðu sér að segja sig frá konunglegum skyldum. 

Harry ræðir um fundinn í heimildarþáttum þeirra hjóna, Harry & Meghan, á Netflix. Harry segir að Meghan hafi ekki verið boðið með á fundinn í höllinni og að Vilhjálmur hafi öskrað á sig fyrir framan föður þeirra, Karl Bretakonung, og ömmu þeirra Elísabetu Bretadrottningu.

Harry segir drottninguna hafa ekki sagt neitt á fundinum og …
Harry segir drottninguna hafa ekki sagt neitt á fundinum og að Karl hafi logið upp í opið geðið á honum. AFP

Fékk fimm valmöguleika

Hann segir enn fremur að Karl hafi logið upp í opið geðið á honum á fundinum og að drottningin hafi ekki sagt neitt. Kallar hann fundinn hinn alræmda Sandringham-fund. 

„Það var ógnvænlegt þegar bróðir minn öskraði á mig og pabbi minn sagði bara hluti sem eru einfaldlega ekki sannir. Og amma, þú veist, sat þarna í hljóði og meðtók allt,“ sagði Harry um fundinn. 

„Ég fór inn á fundinn með sömu tillögur og við höfðum þegar gert opinberar, en um leið og ég kom inn fékk ég fimm valmögulega. Fyrsti var að ekkert myndi breytast, sá fimmti að ég myndi algjörlega segja mig frá konungsfjölskyldunni. Ég valdi númer þrjú á fundinum, mitt á milli þessara valmöguleika. Hafa okkar eigin störf, en líka vinna í þágu drottningar. Það kom í mjög snögglega í ljós að það markmið var ekki til umræðu,“ sagði Harry. 

VIlhjálmur Bretaprins og Harry Bretaprins.
VIlhjálmur Bretaprins og Harry Bretaprins. AFP

Kvenfyrirlitning í sínu tærasta formi

Segir hann að höllin hafi ekki fengið leyfi hjá sér að senda út sameiginlega tilkynningu um að neita þeim ásökunum að Vilhjálmur hafi neytt þau hjónin til þess að stíga til hliðar.

„Það spurði mig enginn um leyfi að setja nafn mitt við staðhæfingu sem þessa. [...]. Því innan fjögurra tíma þá lugu þau með glöðu geði til að vernda bróður minn, en á sama tíma vildu þau ekki segja sannleikann til að vernda okkur,“ sagði Harry. 

Harry neitar því alfarið í þáttunum að það hafi verið ákvörðun Meghan að þau skyldu flytja til Los Angeles, það hafi í raun verið hans ákvörðun. „Hún bað mig aldrei um að fara. Það var ég, sem þurfti að fara og sjá það sjálfur. Þetta er bara kvenfyrirlitning í sínu tærasta formi,“ sagði Harry.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert ekki einfær um að hrinda í framkvæmd þeirri áætlun, sem stendur huga þínum næst. Sígandi lukka er best og það hefur sannast á starfsferli þínum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Lucinda Riley og Lucinda Riely
3
Eppu Nuotio
4
Sofie Sarenbrant
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert ekki einfær um að hrinda í framkvæmd þeirri áætlun, sem stendur huga þínum næst. Sígandi lukka er best og það hefur sannast á starfsferli þínum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Lucinda Riley og Lucinda Riely
3
Eppu Nuotio
4
Sofie Sarenbrant
5
Birgitta H. Halldórsdóttir