Keypti útgáfuréttinn 50 árum síðar

John Fogerty á tónleikum í nóvember í fyrra.
John Fogerty á tónleikum í nóvember í fyrra. AFP/Ethan Miller/Getty

Rokkarinn John Fogerty úr hljómsveitinni Creedance Clearwater Revival hefur eignast aftur útgáfuréttinn á lögunum sínum.

Fogerty er höfundur smella á borð við Proud Mary, Have You Ever Seen the Rain, Bad Moon Rising og Fortunate Son. Hann hefur í áratugi reynt að öðlast aftur réttinn á lögunum sem hann samdi fyrir hljómsveitina eftir að hún gerði útgáfusamning við tónlistarmógúlinn Saul Zaentz hjá Fantasy Records á sjöunda áratugnum.

Síðan þá hafa mörg dómsmál verið höfðuð og margar blaðagreinar skrifaðar þar sem deilt hefur verið um útgáfurétt laganna.

Fogerty, sem er 77 ára, eignaðist réttinn aftur eftir að hafa keypt meirihluta í lagabálki hljómsveitarinnar af Concord Records, sem hefur átt útgáfuréttinn síðan 2004.

„Frá og með janúar á þessu ári þá á ég lögin mín aftur,“ skrifaði Fogerty á Twitter.

„Ég bjóst aldrei við því að þetta yrði að veruleika. Eftir 50 ára bið eiga ég og lögin mín loksins endurfundi.“

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Passaðu hverjum þú deilir leyndarmálunum með. Veldu orð þín af kostgæfni í dag því hætta er á að upp komi misskilningur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Skúli Sigurðsson
2
Stefan Mani
3
Laila Brenden
5
Anna Sundbeck Klav

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Passaðu hverjum þú deilir leyndarmálunum með. Veldu orð þín af kostgæfni í dag því hætta er á að upp komi misskilningur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Skúli Sigurðsson
2
Stefan Mani
3
Laila Brenden
5
Anna Sundbeck Klav