Sigurför Villibráðar heldur áfram

Aðalleikarar myndarinnar Nína Dögg Fillippusdóttir, Hilmir Snær Guðnason og Aníta …
Aðalleikarar myndarinnar Nína Dögg Fillippusdóttir, Hilmir Snær Guðnason og Aníta Briem ásamt leikstjóranum Elsu Maríu Jakobsdóttur á hátíðarfrumsýningu myndarinnar. mbl.is/Árni Sæberg

Kvikmyndin Villibráð var vinsælasta myndin í kvikmyndahúsum landsins aðra helgina í röð. Tæplega fimm þúsund manns sáu Villibráð um helgina og féll aðsókn milli helga aðeins um 13%. 

Myndin var frumsýnd í hinn 6. janúar síðastliðinn og hefur fengið einróma lof gagnrýnenda. Í heildina hafa rúmlega 16 þúsund gestir hafa séð myndina. 

Handritið skrifaði leikskáldið Tyrfingur Tyrfingsson, ásamt Elsu Maríu Jakobsdóttur leikstjóra. Með stærstu hlutverk fara Aníta Briem, Björn Hlynur Haraldsson, Gísli Örn Garðarsson, Hilmar Guðjónsson, Hilmir Snær Guðnason, Nína Dögg Filippusdóttir og Þuríður Blær Jóhannsdóttir.

Myndin var framleidd af Þóri Snæ Sigurjónssyni, Ragnheiði Erlingsdóttur og Arnari Benjamín Kristjánssyni fyrir Zik Zak kvikmyndir í samstarfi við Scanbox Entertainment. Villibráð er endurgerð af ítölsku verðlaunakvikmyndinni Perfetti Sconoscuti eða Perfect Strangers, sem kom út árið 2016. Myndin hefur verið endurgerð átján sinnum og komst hún því í Heimsmetabók Guinness.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson