Niðurbrotin eftir skilnaðinn

Pamela Anderson segir frá skilnaðinum í nýrri bók sinni Love, …
Pamela Anderson segir frá skilnaðinum í nýrri bók sinni Love, Pamela. Reuters

Leikkonan Pamela Anderson segir að hún hafi verið algjörlega niðurbrotin eftir að hún skildi við trommuleikarann Tommy Lee árið 1998. Anderson segir frá skilnaðinum í nýrri bók, Love, Pamela.

Segir Anderson í bókinni að hún hafi náð algjörum lágpunkti þegar þau skildu. Þetta hafi verið erfiðasta tímabil lífs hennar. Anderson og Lee fundu hvort annað árið 1995, giftu sig fjórum dögum seinna og eignuðust svo synina Brandon og Dylan.

Samband þeirra var sannarlega stormasamt og skildu þau árið 1998. Anderson segir að eini maðurinn sem hún hafi raunverulega ástfangin af sé Tommy Lee.

Bókin fer í sölu hinn 31. janúar næstkomandi. People birti útdrátt úr bókinni.

Kynlífsmyndbandið sem gert var opinbert af þeim í þeirra óþökk eyðilagði sambandið. Anderson segir upphafið að endanum hafi verið þegar Lee var handtekinn fyrir heimilisofbeldi árið 1998 og sat inni í sex mánuði. „Ég trúði því ekki að manneskjan sem ég elskaði mest var fær um að gera það sem gerðist þetta kvöld,“ skrifar Anderson upp og minnist þess hvernig Lee sparkaði í bak hennar á meðan hún hélt á syni þeirra Dylan sem þá var 7 mánaða gamall. „Við vorum bæði í uppnámi en ég þurfti að vernda börnin mín,“ skrifar Anderson.

Pamela Anderson og Tommy Lee árið 1995.
Pamela Anderson og Tommy Lee árið 1995. Reuters
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Oft leitum við sannleikans langt yfir skammt. Farið ykkur hægt og rólega því tækifærin hlaupa ekkert frá ykkur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Skúli Sigurðsson
2
Stefan Mani
3
Laila Brenden
5
Anna Sundbeck Klav

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Oft leitum við sannleikans langt yfir skammt. Farið ykkur hægt og rólega því tækifærin hlaupa ekkert frá ykkur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Skúli Sigurðsson
2
Stefan Mani
3
Laila Brenden
5
Anna Sundbeck Klav