Of veikur til að túra

Ozzy Osbourne er hættur að fara í tónleikaferðalög.
Ozzy Osbourne er hættur að fara í tónleikaferðalög. AFP

Dagar tónlistarmannsins Ozzy Osbourne í tónleikaferðalagsrútunni eru taldir. Osbourne segist vera orðinn of veikburða til að geta flakkað um heiminn og komið fram á tónleikum kvöld eftir kvöld. Osbourne verður 75 ára á árinu og hefur glímt við veikindi á undanförnum árum. Auk þess er hann með Parkinsons-sjúkdóminn.

Osbourne greindi frá þessu á Twitter og sagðist miður sín yfir því að geta ekki lengur farið í tónleikaferðalög. Hann segir að þegar hann datt illa fyrir fjórum árum hafi gömul meiðsli tekið sig upp.

„Minn eini tilgangur síðustu ár hefur verið að komast aftur á sviðið. Söngröddin er fín. Hins vegar, eftir þrjár aðgerðir, stofnfrumumeðferðir og endalausan tíma hjá sjúkraþjálfara, þar af nýlegast mögnuð Cybernics-meðferð, þá er ég enn of veikburða líkamlega,“ skrifaði Osbourne.

Hann þakkaði fjölskyldu, vinum, samferðamönnum sínum og aðdáendum sínum fyrir stuðninginn öll þessi ár.

Fyrihuguðu tónleikaferðalagi hans um Evrópu hefur því verið aflýst og geta miðaeigendur fengið þá endurgreidda að fullu.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er eitthvert mál, sem veldur þér þungum áhyggjum. Reyndu að beina athyglinni að björtu hliðum lífsins og mundu að fæst orð bera minnsta ábyrgð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Laila Brenden
3
Liza Marklund
4
Lilja Sigurðardóttir
5
Ragnheiður Gestsdóttir

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er eitthvert mál, sem veldur þér þungum áhyggjum. Reyndu að beina athyglinni að björtu hliðum lífsins og mundu að fæst orð bera minnsta ábyrgð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Laila Brenden
3
Liza Marklund
4
Lilja Sigurðardóttir
5
Ragnheiður Gestsdóttir