Orðin EGOT-verðlaunahafi

Leikkonan Viola Davis tók á móti Grammy-verðlaunum í kvöld fyrir …
Leikkonan Viola Davis tók á móti Grammy-verðlaunum í kvöld fyrir hljóðbók sína Finding Me. AFP/Valerie Macon

Leikkonan Viola Davis varð í kvöld 18. manneskjan til að verða svokallaður EGOT-verðlaunahafi þegar hún hlaut Grammy-verðlaun fyrir hljóðbók sína Finding Me

EGOT-verðlaunahafar eru þau sem fengið hafa öll stóru verðlaunin í skemmtanabransanum Bandaríkjunum, það er, Emmy-, Grammy-, Tony- og Óskarsverðlaun. 

„Ég skrifaði þessa bók til að heiðra hina 6 ára gömlu Violu. Til að heiðra líf hennar, gleði hennar, áföll og allt,“ sagði Davis er hún tók á móti verðlaununum. 

Davis vann til Óskarsverðlauna árið 2016 í flokki leikkonu í aukahlutverki fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni Fences

Emmy-verðlaunin vann hún fyrir þættina How To Get Away With Murder. Hún hefur unnið tvenn Tony-verðlaun fyrir hlutverk sín í leikritunum King Hedley II og Fences

Á meðal hinna 17 EGOT-verðlaunahafanna eru Sir John Gielgud, Rita Moreno, Andrew Lloyd Webber, John Legend og Jennifer Hudson. 

Grammy-verðlaunin verða afhent í Los Angeles í Bandaríkjunum í nótt. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Fjárhagsleg velgengni er í nánd. Áætlun þín mun skila sér vel og skapa öryggi til framtíðar. Haltu áfram að sýna þolinmæði og úthald.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Steindór Ívarsson
4
Torill Thorup
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Fjárhagsleg velgengni er í nánd. Áætlun þín mun skila sér vel og skapa öryggi til framtíðar. Haltu áfram að sýna þolinmæði og úthald.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Steindór Ívarsson
4
Torill Thorup
5
Kristina Ohlsson