Kjóllinn eins og franskar kartöflur?

Michelle Yeoh í kjól frá Schiaparelli Haute Couture.
Michelle Yeoh í kjól frá Schiaparelli Haute Couture. Samsett mynd/AFP/Fredetick J. Brown/Mynd úr safni

Leikkonan Michelle Yeoh klæddist glæsilegum kjól frá Schiaparelli Haute Couture á Screen Actors Guild-verðlaunahátíðinni í gærkvöldi.

Kjóll leikkonunnar, sem var valin besta leikkona ársins fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni Everything Everywhere All at Once, var á milli tannanna á aðdáendum sem sögðu hann einna helst líkjast góðum skammti af frönskum kartöflum. 

Það var þó ekki það eina sem kjóllinn minnti áhorfendur á. Einhverjir veltu því fyrir sér hvort kjóllinn væri búinn til úr pappír úr pappírstætara á meðan aðrri gátu ekki valið hvort hann minnti þau á franskar kartöflur eða pastaskrúfur. 

Kjóllinn er þó hvorki úr tættum pappír, frönskum kartöflum né pastaskrúfum heldur pallíettuborðum. 

Yeoh klæddist kjól með pallíettuborðum.
Yeoh klæddist kjól með pallíettuborðum. AFP/Frazer Harrison
mbl.is

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

svarar spurningum lesenda

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu svarar spurningum lesenda

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

svarar spurningum um lögfræðileg mál