Verðlaunaður fyrir slæma frammistöðu í Elvis

Tom Hanks.
Tom Hanks. AFP/Frederic J. Brown

Leikarinn Tom Hanks hlaut í dag Razzie-verðlaunin fyrir frammistöðu sína í kvikmyndinni Elvis. Það þykir ekki mikill heiður að hljóta Razzie-verðlaun, enda eru þau svokölluð skammarverðlaun og veitt fyrir verstu frammistöðu í kvikmyndum liðins árs.

Kjósendur skammarverðlaunanna lýstu því yfir að hlutverk Hanks sem Tom Parker, umboðsmaður Elvis Presley, væri hræðilegasta frammistaða liðins árs hjá leikara í aukahlutverki.

Myndin hefur hlotið góðar viðtökur og er tilnefnd til átta Óskarsverðlauna. Leikarinn Austin Butler, sem fór með hlutverk Elvis Presley, er tilnefndur sem besti leikarinn. Gagnrýnendur litu hins vegar á frammistöðu Hanks sem helsta galla myndarinnar.

Blonde valin versta kvikmynd ársins

Þá hlaut Hanks tilnefningu sem versti leikarinn fyrir frammistöðu sína í kvikmyndinni Pinocchio, en Jared Leto hlaut verðlaunin fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni Morbius.

Heimildarmyndin um Marilyn Monroe, Blonde, var valin versta mynd ársins.

Tilkynnt er um Razzie-verðlaunin daginn fyrir Óskarsverðlaunahátíðina, sem haldin verður annað kvöld.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þolinmæðin er ekki þín sterka hlið en nú er nauðsynlegt að þú temjir þér hana. Sinntu þeim sem næst þér standa af kostgæfni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Colleen Hoover
3
Guðrún J. Magnúsdóttir
4
Róbert Marvin

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þolinmæðin er ekki þín sterka hlið en nú er nauðsynlegt að þú temjir þér hana. Sinntu þeim sem næst þér standa af kostgæfni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Colleen Hoover
3
Guðrún J. Magnúsdóttir
4
Róbert Marvin