Hugh Grant var skúrkur kvöldsins

Hugh Grant mætti á Óskarinn en hér er hann ásamt …
Hugh Grant mætti á Óskarinn en hér er hann ásamt eiginkonu sinni, Önnu Elisabet Eberstein. AFP/ ANGELA WEISS

Breski leikarinn Hugh Grant virðist hafa farið öfugu megin fram úr rúminu á sunnudaginn. Hann var að minnsta kosti alls ekki í góðu skapi þegar ofurfyrirsætan Ahsley Graham reyndi að spjalla við hann á rauða dreglinum fyrir Óskarsverðlaunin. 

Graham tók sjónvarpsviðtal við Grant og þrátt fyrir að leikarinn hafi sagt já við viðtali vildi hann eiginlega ekki segja neitt. Í upphafi viðtalsins sagðist Grant ekki sérstaklega spenntur fyrir neinum verðlaunum.

Næst reyndi Graham að spyrja í hverju hann væri. „Jakkafötunum mínum,“ svaraði Grant þurr á manninn og sagðist ekki geta munað frá hvaða klæðskera þau væru. 

Fyrirsætan Ashley Graham átti í vandræðum með Hugh Grant.
Fyrirsætan Ashley Graham átti í vandræðum með Hugh Grant. AFP/Frederic J. Brown

Graham reyndi að spyrja leikarann út í myndina Glass Onion. „Ég er nú eiginlega ekki í henni. Ég er í henni í um þrjár sekúndur,“ svaraði hann. Graham spurði þá hvort það hefði samt ekki verið gaman. „Næstum því,“ sagði hann hundfúll. 

Þegar viðtalinu lauk sást að Grant ranghvolfa í sér augunum og hrista höfuðið. Grant hefur hlotið mikla gagnrýni fyrir framkomu sína í viðtalinu. mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert útsjónarsamur einstaklingur og kannt að snúa leikjum þér í hag en skortir þig oft sjálfsaga til þess að fylgja málunum eftir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Steindór Ívarsson
4
Torill Thorup
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert útsjónarsamur einstaklingur og kannt að snúa leikjum þér í hag en skortir þig oft sjálfsaga til þess að fylgja málunum eftir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Steindór Ívarsson
4
Torill Thorup
5
Kristina Ohlsson