Rak upp stór augu þegar 700 þúsund króna þjórfé var lagt á borð

Jason Derulo gaf ungum háskólanema rausnarlegt þjórfé.
Jason Derulo gaf ungum háskólanema rausnarlegt þjórfé. Ljósmynd/skjáskot af Instagram

Poppstjarnan Jason Derulo kom ungum háskólanema og þjóni sem starfar á veitingastaðnum Charleston's í Vestur-Omaha, Nebraska, hressilega á óvart. Í lok máltíðarinnar sló hann heldur betur um sig og gaf þjórfé sem flestir myndu eflaust hoppa hæð sína af gleði yfir.

Jordan Schaffer, 24 ára gamall, setti inn myndband á samfélagsmiðlum þar sem hann lýsti þessum ánægjulega en óvænta hittingi hans og Derulo. 

Söngvarinn sem er þekktur fyrir lögin „Watcha Say" og „Wiggle“ var staddur í bænum þar sem hann hafði nýlega keypt hlut í nýju kvennalandsliði í blaki.

Félagar Derulo sögðu Schaffer og vinnufélaga hans að hann væri meira en viljugur til þess að taka upp TikTok myndband með þeim til þess að þakka starfsfólkinu fyrir allt sem þeir hefðu gert en Schaffer átti hreinlega erfitt með að rifja atvikið upp. Viðurkenndi hann í fyrstu að hafa ekki órað fyrir um hvað TikTok myndbandið snérist fyrr en hann sá peningabúntið.

Jordan Schaffer og samstarfsmaður hans fengu heila $5000 eða því sem samsvarar 700.000 krónum frá söngvaranum. 

Háskólaneminn, sem hefur starfað á veitingahúsinu síðastliðin tvö ár, samhliða námi, sagði að hann og vinnufélagi sinn myndu skipta upphæðinni á milli sín og að hans hluti myndi nýtast til að greiða niður hluta af skólagjöldunum. Hann stundar nám við hugbúnaðarverkfræði við Háskólann í Nebraska.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes