Ólafur í mynd með Malkovich

Ólafur Darri Ólafsson er eftirsóttur leikari.
Ólafur Darri Ólafsson er eftirsóttur leikari. mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

Útlit er fyrir að Ólafur Darri Ólafsson verði í kvikmynd með stórleikaranum John Malkovich.

Á hinum kunna vef IMDb er kvikmyndin A Winter's Journey merkt sem verkefni sem sé í framleiðslu. 

Ólafur Darri er þar nefndur sem ein helsta stjarna myndarinnar ásamt Malkovich og Jason Isaacs sem einnig er mjög þekktur.

Isaacs og Ólafur Darri komu einnig báðir við sögu í tölvuleiknum The Last Worker árið 2021.

John Malkovich er 69 ára gamall og sankallaður reynslubolti í bransanum eftir að hafa leikið í yfir 70 myndum fyrir utan feril sinn sem sviðsleikari.

Hann er ef til vill þekktastur fyrir túlkun sína á Lennie í Of Mice and Men á hvíta tjaldinu og fékk þá tilnefningu til Óskarsverðlauna. 

John Malkovich.
John Malkovich. AFP

Fleiri þekktir leikarar verða í A Winter's Journey eins og Martina Gedeck sem lék í Das Leben der Anderen sem vakti mikla athygli árið 2006. 

Alex Helfrecht skrifar handritið og leikstýrir einnig en myndin er að einhverju leyti byggð á verkinu Winterreise eftir austurríska tónskáldið Franz Schubert. Svo virðist sem blandað verði saman leikurum og teiknimyndaforminu í myndinni. 

Velgengni Ólafs Darra í leiklistinni á undanförnum árum hefur verið mögnuð en hann var í viðtali í Dagmálum á mbl.is í janúar þar sem hann fór yfir sviðið. Nýlega stofnaði hann einnig framleiðslufyrirtæki ásamt fleirum. 

Ólafur Darri birti nýlega þessa mynd af sér með Jason …
Ólafur Darri birti nýlega þessa mynd af sér með Jason Isaacs (lengst til hægri) á Instagram. Á myndinni eru einnig Clare Ash og Jörg Tittel. Instagram
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu ekki eigin vangaveltur draga athygli þína um of frá verkefnum dagsins. Gakktu úr skugga um að þú vitir hvaða breytingar þú vilt.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Colleen Hoover
2
Guðrún J. Magnúsdóttir
4
Róbert Marvin
5
Kolbrún Valbergsdóttir

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu ekki eigin vangaveltur draga athygli þína um of frá verkefnum dagsins. Gakktu úr skugga um að þú vitir hvaða breytingar þú vilt.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Colleen Hoover
2
Guðrún J. Magnúsdóttir
4
Róbert Marvin
5
Kolbrún Valbergsdóttir