Réðst á einhentan mann

Rick Allen á ekki gott með að verjast árásum.
Rick Allen á ekki gott með að verjast árásum. AFP/AFP/Theo Wargo

19 ára gamall maður var handtekinn í Fort Lauderdale í Bandaríkjunum í byrjun vikunnar fyrir að ráðast með fólskulegum hætti á Rick Allen, trommuleikara breska glysmálmbandsins Def Leppard. Þess má geta að Allen er einhentur; missti annan handlegginn í slysi fyrir um fjórum áratugum og á fyrir vikið ekki gott með að verjast árásum.

Að sögn lögreglu dvaldist Allen, sem er á tónleikaferð um Bandaríkin ásamt bandi sínu, á Seminole Hard Rock Hotel And Casino og hafði brugðið sér út í smók, þegar maðurinn veittist að honum. Hann mun í fyrstu hafa falið sig bak við súlu en sprottið skyndilega fram og hlaupið í átt að Allen sem átti sér einskis ills von. Maðurinn lét sér ekki nægja að láta höggin dynja á trymblinum, heldur skellti líka höfði hans í gangstéttina. Árásarmaðurinn komst undan en var handtekinn degi síðar og á yfir höfði sér kæru. Allen mun hafa sloppið betur en á horfðist en vill víst koma lögum yfir manninn.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Einfaldleiki er dagskipunin og þér ferst hann afar vel úr hendi, svo ekki sé meira sagt. Rólyndi þitt undir flestum kringumstæðum gerir þig vel til forystu fallinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Colleen Hoover
3
Guðrún J. Magnúsdóttir
4
Róbert Marvin

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Einfaldleiki er dagskipunin og þér ferst hann afar vel úr hendi, svo ekki sé meira sagt. Rólyndi þitt undir flestum kringumstæðum gerir þig vel til forystu fallinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Colleen Hoover
3
Guðrún J. Magnúsdóttir
4
Róbert Marvin