Ætlaði aldrei að skilja aftur

Reese Witherspoon stendur á tímamótum.
Reese Witherspoon stendur á tímamótum. AFP/JC OLIVERA

Leik­kon­an Reese Wit­h­er­spoon og umboðsmaður­inn Jim Tooth greindu óvænt frá því um helg­ina að þau væru að skilja. Leikkonan er sögð vera í rusli enda var ekki planið að ganga í gegnum skilnað aftur. 

Heimildarmaður People segir að skilnaðurinn hafi komið í kjölfar þess að þau vörðu sífellt minni tíma saman vegna vinnu. Það var hins vegar ekki auðvelt fyrir þau taka þá ákvörðun um að binda enda á hjónabandið, það tók langan tíma. „Þetta hefur verið erfitt fyrir þau bæði. Það var ekkert drama. Þessar ákvarðanir eru svo erfiðar þegar það er svona mikil vinátta og ást,“ sagði aðili sem þekkir til. 

Annar heimildarmaður sagði Witherspoon augljóslega hafa orðið fyrir mjög miklum vonbrigðum. „Hún sá sig aldrei ganga í gegnum skilnað aftur,“ sagði heimildarmaðurinn en tók fram að þau hjónin elskuðu son sinn og þau ætluðu að ala hann upp í sátt. 

„Eftir að hún var kynnt fyrir Jim fór sambandið á flug. Reese var mjög ánægð með athyglina frá honum og spennt fyrir að giftast honum,“ sagði heimildarmaðurinn. „Þau eru samt mjög ólík. Reese er ákveðin og einbeitt. En þrátt fyrir að Jim sé duglegur er hann afslappaðri.“

Wit­h­er­spoon var áður gift leik­ar­an­um Ryan Phillippe og á hún með hon­um tvö börn.

Reese Witherspoon.
Reese Witherspoon. AFP
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er eitthvert mál, sem veldur þér þungum áhyggjum. Reyndu að beina athyglinni að björtu hliðum lífsins og mundu að fæst orð bera minnsta ábyrgð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Laila Brenden
3
Liza Marklund
4
Lilja Sigurðardóttir
5
Ragnheiður Gestsdóttir

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er eitthvert mál, sem veldur þér þungum áhyggjum. Reyndu að beina athyglinni að björtu hliðum lífsins og mundu að fæst orð bera minnsta ábyrgð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Laila Brenden
3
Liza Marklund
4
Lilja Sigurðardóttir
5
Ragnheiður Gestsdóttir