Elsta dragdrottning í heimi er látin

Darcelle XV, elsta dragdrottning í heimi.
Darcelle XV, elsta dragdrottning í heimi. Samsett mynd

Walter Cole, sem töfraði áhorfendur í Portland í yfir 50 ár sem hin magnaða Darcelle XV ásamt því að hljóta titilinn elsta dragdrottning í heimi, lést hinn 23. mars síðastliðinn 92 ára að aldri.

Cole var afburðarmaður innan LGBTQ+ samfélagsins en hann stofnaði dragklúbbinn Darcelle XV Showplace. Hann opnaði staðinn árið 1967 og í júní 2020 var staðurinn tilnefndur til sögulegrar varðveitingar enda merkur í sögu bæði Oregon og Bandaríkjanna. 

Cole kom fyrst fram í dragi þegar hann var 37 ára gamall en hann hafði þá þróað karakterinn Darcelle XV sem hann lék, söng og skemmti áhorfendum sem, til dauðadags.

Darcelle XV var viðurkennd af Heimsmetabók Guinness sem elsta dragdrottning heims árið 2016, þá 85 ára og 273 daga. 

Darcelle XV er fallega minnst á Instagram–síðu klúbbsins. „Við syrgjum ekki, við fögnum! Við þökkum ykkur öllum fyrir þann ótrúlega stuðning og góðvild sem þið hafið sýnt. Við öll hér hjá Darcelle XV Showplace kunnum vel að meta það. Það hefur verið yndislegt að fagna ástkæru Darcelle okkar með fjölskyldu og vinum, gömlum og nýjum!“ 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes