Svona lítur Little Miss Sunshine-stjarnan út í dag

Leikkonan Abigail Breslin í hlutverki Olive Hoover í gamanmyndinni Little …
Leikkonan Abigail Breslin í hlutverki Olive Hoover í gamanmyndinni Little Miss Sunshine sem kom út árið 2006. Ljósmynd/imdb.com

Bandaríska leikkonan Abigail Breslin sló rækilega í gegn þegar hún fór með hlutverk Olive Hoover í kvikmyndinni Little Miss Sunshine árið 2006. Hún var aðeins tíu ára gömul þegar hún var tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir hlutverkið og varð þar með yngsti leikari sögunnar til að fá tilnefninguna.

Hún hóf feril sinn sem leikkona í sjónvarpsauglýsingum þegar hún var aðeins þriggja ára gömul. Hún fékk svo fyrsta stóra kvikmyndahlutverkið þegar hún var fimm ára gömul, í kvikmyndinni Sign. 

Breslin skaust svo upp á stjörnuhimininn þegar hún var tíu ára gömul og fór með hlutverk í gamanmyndinni Little Miss Sunshine. Síðan þá hefur hún leikið í kvikmyndum á borð við Nim's Island, My Sister's Keeper og Zombieland.

Leikhópur Little Miss Sunshine var valinn bestur á hátíð Sambands …
Leikhópur Little Miss Sunshine var valinn bestur á hátíð Sambands kvikmyndaleikara í Bandaríkjunum árið 2007. AFP/Lucy Nicholson

Í dag er Breslin 26 ára gömul og er enn á fullri siglingu í leikaraheiminum. Hún trúlofaðist unnusta sínum, Ira Kunyansky, á síðasta ári eftir rúmlega fimm ára samband.

Það er óhætt að segja að Breslin hafi breyst aðeins á þeim 17 árum sem liðin eru frá því hún sló fyrst í gegn.

Abigail Breslin og Ira Kunyansky á kvikmyndahátíð í Kaliforníu í …
Abigail Breslin og Ira Kunyansky á kvikmyndahátíð í Kaliforníu í febrúar síðastliðnum. AFP/Robin L. Marshall
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er eitthvert mál, sem veldur þér þungum áhyggjum. Reyndu að beina athyglinni að björtu hliðum lífsins og mundu að fæst orð bera minnsta ábyrgð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Laila Brenden
3
Liza Marklund
4
Lilja Sigurðardóttir
5
Ragnheiður Gestsdóttir

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er eitthvert mál, sem veldur þér þungum áhyggjum. Reyndu að beina athyglinni að björtu hliðum lífsins og mundu að fæst orð bera minnsta ábyrgð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Laila Brenden
3
Liza Marklund
4
Lilja Sigurðardóttir
5
Ragnheiður Gestsdóttir