Svona lítur Two and a Half Men-stjarnan út í dag

Leikararnir Charlie Sheen, Angus T. Jones og Jon Cryer sem …
Leikararnir Charlie Sheen, Angus T. Jones og Jon Cryer sem fóru með aðahlutverk í gamanþáttunum Two and a Half Men. Ljósmynd/Imdb.com

Barnastjarnan Angus T. Jones sló í gegn þegar hann fór með hlutverk Jake Harper í gamanþáttunum Two and a Half Men aðeins 10 ára gamall. Hann lék í þáttunum í tæpan áratug ásamt meðleikurum sínum Charlie Sheen og Jon Cryer.

Leikaraferill Jones hófst þó fimm árum áður, eða árið 1999 þegar hann lék í kvikmyndinni Simpatico. Þá fór hann einnig með aukahlutverk í kvikmyndum á borð við See Spot Tun, The Rookie, Bringing Down the House og The Christmas Blessing á árunum 2001 til 2003.

Árið 2003 var Jones ráðinn í þættina Two and a Half Men sem voru með vinsælustu gamanþáttum Bandaríkjanna með að meðaltali um 15 milljón áhorfendur. Árið 2010 var Jones orðinn laumahæsta barnastjarna í sjónvarpi, þá 17 ára gamall. Hann skrifaði undir nýjan samning og fékk greiddar 7,8 milljónir bandaríkjadala fyrir tvær þáttaraðir, eða sem nemur yfir milljarð íslenskra króna. 

Nýi söguþráðurinn „óþægilegur“

Í níundu þáttaröð fór hlutverk Jones í þáttunum að taka á sig fullorðinslegri mynd, en hann átti að nota eiturlyf og vera kynferðislega virkur. Jones, sem var þá 18 ára, þótti nýi söguþráðurinn óþægilegur.

Árið 2012 tilkynnti Jones skyndilega brottför sína úr þáttunum, en hann var þá nýlega skírður og sagði þættina stangast á við trúarlegar skoðanir sínar. Þá hvatti hann fólk til þess að sniðganga þættina. 

Í dag er Jones 29 ára gamall og hefur breyst mikið frá því hann lék fyrst í þáttunum fyrir 20 árum síðan. Eftir að hann sagði skilið við þættina fór Jones í skóla, en ekki er vitað hvort hann hafi útskrifast. Árið 2016 var hann ráðinn til margmiðlunar- og viðburðarframleiðslufyrirtækisins Tonite. 

View this post on Instagram

A post shared by Page Six (@pagesix)

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ástríða þín er vakin og því mun annað fólk eiga óvenju auðvelt með að hrífa þig með sér næstu vikurnar. Látið ykkur fátt um þótt aðrir hlæji.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Laila Brenden
3
Liza Marklund
4
Lilja Sigurðardóttir
5
Ragnheiður Gestsdóttir

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ástríða þín er vakin og því mun annað fólk eiga óvenju auðvelt með að hrífa þig með sér næstu vikurnar. Látið ykkur fátt um þótt aðrir hlæji.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Laila Brenden
3
Liza Marklund
4
Lilja Sigurðardóttir
5
Ragnheiður Gestsdóttir