Sænska stjarnan féll fyrir Stykkishólmi

Sænski leikarinn Alexander Karim fer með aðalhlutverk í The Swarm.
Sænski leikarinn Alexander Karim fer með aðalhlutverk í The Swarm.

„Þættirnir fjalla um það að móðir jörð rekur mannfólkinu löngu tímabæran kinnhest fyrir allar þess vistfræðilegu syndir,“ segir sænski leikarinn Alexander Karim, sem fer með aðalhlutverk í nýjum þáttum úr smiðju Viaplay, The Swarm. Fyrstu tveir þættirnir af átta verða frumsýndir á streymisveitunni á morgun, 28. maí. 

The Swarm er byggð á samnefndri metsölubók þýska rithöfundarins Franks Schätzing, sem hefur verið þýdd á 27 tungumál frá því hún kom út árið 2004. 

Ýmislegt óhugnanlegt virðist vera á seiði í heimshöfunum.
Ýmislegt óhugnanlegt virðist vera á seiði í heimshöfunum.

The Swarm fjallar um hóp af vísindamönnum sem áttar sig á því að það eru tengsl milli ýmissa sérkennilegra fyrirbæra í hafinu og vötnum heimsins. Við setjum okkur það markmið að komast að því hvað veldur þessu og vonandi stöðva það,“ segir leikarinn.

Spurður hvort hann hafi komið til Íslands birtir yfir honum því þar segist hann hafa dvalið í þrjá mánuði og fallið fyrir landinu. Það var við tökur á sjónvarpsþáttunum Thin Ice sem eiga að gerast á Grænlandi. Stykkishólmur var í miklu uppáhaldi sem og tökustaðir á hálendinu.

„Ég var virkilega að vonast til þess að sjá norðurljósin. Ég var á Íslandi í þrjá mánuði yfir vetrartímann en missti af í hvert einasta skipti sem voru norðurljós. Síðasta kvöldið mitt sat ég úti og horfði og horfði upp í himinninn en gafst á endanum upp og fór að sofa. Seinna um kvöldið voru norðurljósin víst mjög sterk. Einhver kom meira að segja og bankaði á dyrnar hjá mér en það var of seint, ég var sofnaður, svo ég sá þau aldrei. Svo það þýðir bara að ég verð að koma aftur.“

Lengra viðtal við Karim má finna í helgaútgáfu Morgunblaðsins. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ættir að verja deginum með vinum þínum ef þú mögulega getur. Láttu af þeim leiða vana að efast um eigið ágæti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Emil Hjörvar Petersen
2
Shari Lapena
3
Fífa Larsen
4
Yrsa Sigurðardóttir
5
Lars Kepler

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ættir að verja deginum með vinum þínum ef þú mögulega getur. Láttu af þeim leiða vana að efast um eigið ágæti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Emil Hjörvar Petersen
2
Shari Lapena
3
Fífa Larsen
4
Yrsa Sigurðardóttir
5
Lars Kepler