Á­tján ára köttur heim­sækir sjúkra­húsið á Húsa­vík

Guðný segir Vin rétta karakterinn í starfið.
Guðný segir Vin rétta karakterinn í starfið. Ljósmynd/Aðsend

Kötturinn Vinur fær að heilsa upp á fólkið sem dvelur á heilabilunardeild Sjúkrahússins á Húsavík, Skógarbrekku. Eigandi hans segir íbúum finnast notalegt að hafa, hann en Vinur hefur nú farið í heimsókn á sjúkrahúsið tvisvar.

„Þær sögðu það einmitt uppi á sjúkrahúsi að hann ætti nú bara að fara í dagvistun,“ segir Guðný María Waage, eigandi Vinar í samtali við mbl.is en Vinur er orðinn átján ára gamall.

Hún segist hafa fengið hugmyndina um að fara með hann eftir að hún komst að því að íbúar fengju að njóta annarra dýra. Í gær fóru þau í heimsókn í annað sinn.

Vill helst liggja í fangi fólks

Vinur er á miklu dýraheimili en hér er hann með …
Vinur er á miklu dýraheimili en hér er hann með öðrum hundi heimilisins og 7 ára dóttur Guðnýjar. Ljósmynd/Aðsend

„Hann er kúrukarakter, þegar við fórum í fyrsta skipti þá kúrði hann hjá fimm manns og svaf allan tímann, ég færði hann bara á milli,“ segir Guðný en sjálf þekkir hún engan á deildinni.

„Þau báðu mig um að koma aftur og ég fór í gær. [...] Ég var með svona spes púða sem hann elskar að liggja á til að hjálpa til og svo bara var hann að lúra þarna og ég sat bara til hliðar og beið þar til hann var búinn að kúra í svona tuttugu mínútur,“ segir hún.

Guðný segir Vin akkúrat vera fullkominn karakter í svona verkefni.

„Við eigum stóran sófa og hvort sem það eru við eða aðrir gestir, hann leggst alltaf í fangið. Hann hefur allan sófann og rúm í boði fyrir sig, en vill helst liggja ofan á einhverjum. Þetta er einmitt fyrir þannig karakter, ef hann vill liggja hvar sem er þá bara prófa það. Hvort sem það er fyrir einn einstakling á einhverri deild eða eitthvað. Þetta er svo róandi, að heyra mal og fá að klappa og strjúka,“ segir Guðný.

Þá hafi hún ekki farið með Vin í heimsóknir sem þessar áður og veltir því fyrir sér hvort að hann þyrfti ekki að fá viðurkenningu frá Rauða krossinum til þess að hún gæti farið með hann á fleiri staði.

„Ég gæti farið bara heim til fólks og leyft honum að skoða sig um og kíkja í fang og svona,“ segir Guðný.

Hér má sjá bræðurna tvo, Vin (18 ára) og Freddie …
Hér má sjá bræðurna tvo, Vin (18 ára) og Freddie Mercury (2 ára). Ljósmynd/Aðsend

„Það er sælla að gefa enn þiggja“

Hún segist svo sannarlega sjá fyrir sér að halda áfram að fara með Vin í heimsókn. Hún taki gjarnan sjö ára dóttur sína með og hún hafi gaman af. Þetta kenni henni að gefa af sér.

Fjölskyldan á annan tveggja ára kött sem heitir Freddie Mercury og hundana Hendrix og Victory sem eru tíu og tveggja ára. Þau hafa átt Vin frá því að hann var lítill kettlingur. Spurð hvaðan nafnið kemur segir hún það koma frá manninum sínum en hann hafi átt hest sem hét Vinur.

Guðný segir fjölskylduna undirbúa sig fyrir það að Vinur verði ekki hjá þeim að eilífu en njóti tímans vel.

„Við nýtum allan tíma með honum og gefum af okkur með honum og leyfum honum að kúra hjá öðrum sem að hafa gott af því, það er sælla að gefa enn þiggja,“ segir Guðný að lokum.

Hér má sjá Vin þegar hann var kettlingur en hann …
Hér má sjá Vin þegar hann var kettlingur en hann hefur verið með fjölskyldunni síðan. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú nýtur þess að vera með öðru fólki í dag. Fólk er farið að taka eftir þér og lítur á þig sem fyrirmynd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Emil Hjörvar Petersen
2
Shari Lapena
3
Fífa Larsen
4
Yrsa Sigurðardóttir
5
Lars Kepler

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú nýtur þess að vera með öðru fólki í dag. Fólk er farið að taka eftir þér og lítur á þig sem fyrirmynd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Emil Hjörvar Petersen
2
Shari Lapena
3
Fífa Larsen
4
Yrsa Sigurðardóttir
5
Lars Kepler