Hættur með ungu kærustunni

Marie-Lou Nurk og Jason Oppenheim eru hætt saman.
Marie-Lou Nurk og Jason Oppenheim eru hætt saman. AFP

Fasteignasalinn og raunveruleikastjarnan, Jason Oppenheim, er hættur fyrirsætunni Marie-Lou Nurk eftir rúmlega 10 mánaða samband. Oppenheim er 46 ára á meðan Nurk er 25 ára og því rúmlega 20 ára aldursmunur á þeim. 

Oppenheim og Nurk tilkynntu sambandsslitin á Instagram-reikningum sínum í gær, miðvikudag. „Þó að við elskum og þyki enn vænt hvort um annað hefur fjarlægðin á milli okkar reynst of mikil áskorun til að sigrast á,“ skrifuðu þau.

Nurk flutti nýlega aftur til Parísar eftir að hafa búið með Oppenheim í Los Angeles um tíma, en fyrrverandi parið flutti saman inn í 510 fm glæsiíbúð að andvirði 18 milljón bandaríkjadala, eða sem nemur rúmlega 2,5 milljörðum króna á gengi dagsins í dag. 

Skjáskot/Instagram

Kynntustí sólinni á Grikklandi

Oppenheim og Nurk kynntust í Mykonos á Grikklandi síðasta sumar, en fyrirsætan kemur við sögu í nýjustu þáttaröð raunveruleikaþáttanna Selling Sunset á streymisveitunni Netflix.

Sambandið vakti strax þó nokkra athygli, en mörgum þótti Nurk sláandi lík fyrrverandi kærustu Oppenheim, fasteignasalnum Chrishell Stause.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú nýtur þess að vera með öðru fólki í dag. Fólk er farið að taka eftir þér og lítur á þig sem fyrirmynd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Emil Hjörvar Petersen
2
Shari Lapena
3
Fífa Larsen
4
Yrsa Sigurðardóttir
5
Lars Kepler

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú nýtur þess að vera með öðru fólki í dag. Fólk er farið að taka eftir þér og lítur á þig sem fyrirmynd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Emil Hjörvar Petersen
2
Shari Lapena
3
Fífa Larsen
4
Yrsa Sigurðardóttir
5
Lars Kepler