„Stökkvum ekki á einhverjar tískubylgjur“

Ægir Dagsson framkvæmdastjóri Kaffibarsins hvetur fastagesti fyrr og nú til …
Ægir Dagsson framkvæmdastjóri Kaffibarsins hvetur fastagesti fyrr og nú til að láta sjá sig í afmælinu. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Staðurinn lagar sig rólega að þörfum og væntingum hverrar kynslóðar. Þess vegna er hann enn til eftir öll þessi ár og enn á sömu kennitölu,“ segir Ægir Dagsson framkvæmdastjóri Kaffibarsins. Því er fagnað um helgina að þrjátíu ár eru liðin síðan þessi goðsagnakenndi skemmtistaður var opnaður við Bergstaðastræti en hann hefur alla tíð haldið vinsældum sínum þó flestir fastagestir og eigendur á upphafsárunum hafi snúið sér að öðru.

mbl.is/Kristinn Magnússon

„Auðvitað var þetta kaffihús þegar Kaffibarinn var opnaður en krakkarnir tóku yfir og breyttu í blöndu af skemmtistað, pöbb og bar. Kaffibarinn hefur í það minnsta alltaf verið samkomustaður ungs fólks,“ segir Ægir sem á staðinn í dag ásamt Svani Kristbergssyni. Svanur og Þorsteinn Stephensen keyptu Kaffibarinn árið 2007 af Baltasar Kormáki og Ingvari Þórðarsyni. Þeir félagar keyptu staðinn af upphafsfólkinu, Andrési Magnússyni, Dýrleifu Örlygsdóttur og Friðriki Weisshappel.

Myndir af gömlum kempum er að finna á staðnum.
Myndir af gömlum kempum er að finna á staðnum. mbl.is/Kristinn Magnússon

Ægir segir að staðurinn sé alltaf í þróun en vel sé passað upp á grunngildin. „Kaffibarinn er íhaldssamur en samt alltaf í þróun. Við stökkvum ekki á einhverjar tískubylgjur.“

Stíf dagskrá er á Kaffibarnum um helgina í tilefni afmælisins. Hún hófst í gær og um klukkan 15 í dag hefjast leikar á ný þegar margir þekktir plötusnúðar sem komið hafa þar fram í gegnum tíðina láta til sín taka. Um klukkan 21 í kvöld heldur svo karlakór Kaffibarsins tónleika og í kjölfarið fara leikar að æsast. Ægir hvetur fastagesti Kaffibarsins fyrr og nú til að kíkja við. „Að sjálfsögðu ætla ég að vera þarna og gera vel við mitt fólk.“

Nánar er fjallað um afmælið í Morgunblaðinu í dag.

mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að halda vel á spilunum ef þér á að takast að ná til þín verkefni sem þú hefur mikinn áhuga á. Það er til lítils að láta einhver minniháttar mál pirra sig og eyðileggja daginn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að halda vel á spilunum ef þér á að takast að ná til þín verkefni sem þú hefur mikinn áhuga á. Það er til lítils að láta einhver minniháttar mál pirra sig og eyðileggja daginn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar