Fallon og Trainor slógu í gegn hjá Kimmel

Wrap Me Up kemur öllum í jólaskap.
Wrap Me Up kemur öllum í jólaskap. Samsett mynd

Spjallþáttastjórnandinn Jimmy Fallon og poppsöngkonan Meghan Trainor frumfluttu glænýtt jólalag, Wrap Me Up, í spjallþætti Jimmy Kimmel, Jimmy Kimmel Live! á mánudag. Tvíeykið sló í gegn með flutningi sínum og skapaði töfrandi jólastemningu. Lagið hefur þegar náð toppsæti vinsældalista iTunes.

Trainor, sem hefur slegið í gegn með lögum á borð við All About That Bass, Dear Future Husband og Made You Look, klæddist skemmtilegum rauðum jólakjól sem fékk áhorfendur til að vilja halda jólin strax. 

Lagið, sem hefur verið í bígerð undanfarna mánuði, var upprunalega hugmynd Fallons og ber það keim af bæði doo-woppi og hip-hoppi. Spjallþáttastjórnandinn ljóstraði upp um nýja jólalagið í nýlegum þætti af The Tonight Starring Jimmy Fallon.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Fallon gefur út jólalag með þekktri söngstjörnu. Árið 2021 gaf hann út lagið It Was A...(Masked Christmas) ásamt Ariönu Grande og Meghan Thee Stallion. Og á síðasta ári fékk hann kántrístjörnuna Dolly Parton með sér í lið en þau gáfu út lagið Almost Too Early For Christmas.

 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Forvitnin heltekur þig hreinlega í dag. Reyndu að fá sem bestar upplýsingar, en forðastu að hlusta á kjaftasögur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sigríður Dúa Goldsworthy
2
Patricia Gibney
4
Þóra Karítas Árnadóttir og Sahara Rós Blandon
5
Lucinda Riley
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Forvitnin heltekur þig hreinlega í dag. Reyndu að fá sem bestar upplýsingar, en forðastu að hlusta á kjaftasögur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sigríður Dúa Goldsworthy
2
Patricia Gibney
4
Þóra Karítas Árnadóttir og Sahara Rós Blandon
5
Lucinda Riley