Vögguvísur slógu í gegn á árinu

Hafdís Huld er vinsæl á Spotify.
Hafdís Huld er vinsæl á Spotify. Ljósmynd/aðsend

Tónlistarveitan Spotify tilkynnti í dag um vinsælasta tónlistarfólk ársins og birti topp tíu lista yfir mest streymda tónlistarfólk 2023 ásamt mest streymdu lögum og plötum þessa viðburðarríka tónlistarárs. Hin árlega samantekt Spotify, Wrapped, sýnir að af þeim tíu tónlistarmönnum sem eru með hvað mest streymi á Íslandi eru þrír þeirra íslenskir. Átta af tíu mest streymdu lögum hér á landi eru einnig flutt af íslenskum tónlistarmönnum, en sjö þeirra tilheyra saman tónlistarmanninum,

Vögguvísur Hafdísar Huldar Þrastardóttur vöktu gífurlega lukku og er tónlistarkonan sú mest streymda á Spotify hér á landi. Útgáfa hennar af hinni sívinsælu vögguvísu, Dvel ég í draumahöll, er mest streymda lag ársins og plata hennar Vögguvísur, frá árinu 2012, er mest streymda plata ársins. Lög Hafdísar Huldar slógu því heldur betur í gegn hjá hlustendum á árinu en tónlistarkonan á sjö af tíu mest streymdu lögum ársins.

Lagið Skína eftir þá Patrik Atlason, betur þekktur sem Prettyboitjokko, og Loga Tómasson, sem gengur undir listamannsnafninu Luigi, var einnig vinsælt á árinu, en það situr í sjöunda sæti listans yfir mest streymdu lögin. Tón­list­ar­menn­irn­ir Bubbi Mort­hens og Friðrik Dór Jóns­son taka sæti á topp tíu list­an­um yfir vin­sæl­ustu tón­list­ar­menn lands­ins. Bubbi sit­ur í öðru sæti en Friðrik Dór í því átt­unda. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert gæddur góðum hæfileikum en hefur ekki nægilegt sjálfstraust til að nýta þér þá. Ástamálin ganga vel, þú svífur um á bleiku skýi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnheiður Gestsdóttir
2
Hugrún Björnsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
5
Anna Margrét Sigurðardóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert gæddur góðum hæfileikum en hefur ekki nægilegt sjálfstraust til að nýta þér þá. Ástamálin ganga vel, þú svífur um á bleiku skýi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnheiður Gestsdóttir
2
Hugrún Björnsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
5
Anna Margrét Sigurðardóttir