Nafnalekinn veldur fjaðrafoki hjá konungsfjölskyldunni

Harry bretaprins, Vilhjálmur Bretaprins, Meghan hertogaynja af Sussex og Katrín …
Harry bretaprins, Vilhjálmur Bretaprins, Meghan hertogaynja af Sussex og Katrín prinsessa af Wales. Fremstur er Karl konungur. AFP

Bókin Endgame eftir Omid Scobie sem fjallar um bresku konungsfjölskylduna hefur valdið fjaðrafoki í Bretlandi. Í hollenskri þýðingu kemur fram hver það var sem hafði áhyggjur af hörundslit frumburðar hertogahjónanna Harry og Meghan. Efast er um sannleiksgildi bókarinnar. 

Meg­h­an greindi frá áhyggjum inn­an kon­ungs­fjöl­skyld­unn­ar af hör­unds­lit Archies, syni Meg­h­an og Harrys í viðtali við Opruh Winfrey árið 2021. Faðir Meg­h­an er hvít­ur en móðir henn­ar svört. Hjónin vildu þó ekki greina frá því hver viðraði áhyggjurnar. Í nýju bókinni kemur fram að tveir aðilar hafi haft áhyggjur. 

Í bókinni eru nöfn ekki nefnd frekar en áður, nema í hollensku útgáfunni sem hefur nú verið tekin úr sölu. „Villa var gerð í hollensku útgáfunni og er nú verið að laga hana,“ segir Anke Roelen hjá útgáfufyrirtækinu að því fram kemur á BBC. Ekki er um þýðingavillu heldur er eins og að nöfnum fólks hafi verið bætt við. Scobie segir hann aldrei hafa skrifað inn nöfn. 

Meghan með Archie.
Meghan með Archie. AFP

Hver var það?

Fjölmiðlamaðurinn Piers Morgan dregur í efa sannleiksgildi bókarinnar og trúverðugleika Omid Scobie. Hann ákvað hins vegar að nefna nöfnin sem nefnd eru í hollensku útgáfunni. Hann segir fyrst þá hægt að eiga samræður um kynþáttafordóma innan bresku konungsfjölskyldunnar. Hann segir nöfnin í hollensku þýðingunni vera Karl konung og Katrínu prinsessu af Wales. 

Fjölskyldan metur stöðuna

Á vef Daily Mail kemur fram að breska konungsfjölskyldan sé að skoða hvað hún getur gert, þetta eru skoðanir þeirra sem þekkja til fjölskyldunnar en líka sérfræðinga. Er fjölskyldan sögð vera að skoða „alla möguleika“ eftir að nöfnin láku á samfélagsmiðla. Núna er hins vegar Karl konungur staddur á COP28 loft­lags­ráðstefn­unni í Dúbaí. 

Hefur meðal annars verið talað við lögfræðinga og er Harry og Meghan ráðlagt að fara í mál við höfundinn Omid Scobie. 

Harry Bretaprins og Meghan hertogaynja sögðu sig frá opinberum skyldum …
Harry Bretaprins og Meghan hertogaynja sögðu sig frá opinberum skyldum og fluttu til Ameríku. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ef þú hefur ekki stuðningslið í kringum þig, þá ættir þú að safna í það núna. Ekki bera þig saman við aðra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ef þú hefur ekki stuðningslið í kringum þig, þá ættir þú að safna í það núna. Ekki bera þig saman við aðra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar