„Þessi tónlist er að koma Íslandi á kortið á algerlega nýjan hátt“

Laufey Lín Jónsdóttir heldur áfram að slá í gegn.
Laufey Lín Jónsdóttir heldur áfram að slá í gegn. mbl.is/Hákon

Laufey Lín Jónsdóttir er sá íslenski tónlistarmaður sem hefur átt flest streymi á tónlistarveitunni Spotify, það er utan landssteinanna. Hún hefur haft nóg að gera á árinu eftir að lag hennar From The Start sló í gegn. Laufey er með tæplega 15 milljónir hlustenda á streymisveitunni í hverjum mánuði og lagið From The Start hefur fengið hartnær 200 milljón hlustanir á Spotify frá því það kom út.

Laufey er á sannkallaðri sigurför um heiminn. Tónleikaferðalag hennar hefur gengið vonum framar og var hún nýverið tilnefnd til Grammy-verðlauna í flokki hefðbundinna poppplatna (e. Traditional Pop Vocal Album) fyrir aðra plötu sína Bewitched, sem kom út fyrr á þessu ári.

„Það hefur verið stórkostlegt að fylgjast með ferðalagi Laufeyjar á alþjóðasviðinu, þar sem hún blandar saman ólíkum tónlistarstefnum fyrir nýjan hóp hlustenda. Þessi tónlist er að koma Íslandi á kortið á algerlega nýjan hátt,“ segir Emma Vikström hjá Spotify, en streymisveitan opinberaði ársuppgjörslista sinn á miðvikudag.

View this post on Instagram

A post shared by laufey (@laufey)


 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að halda vel á spilunum ef þér á að takast að ná til þín verkefni sem þú hefur mikinn áhuga á. Það er til lítils að láta einhver minniháttar mál pirra sig og eyðileggja daginn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að halda vel á spilunum ef þér á að takast að ná til þín verkefni sem þú hefur mikinn áhuga á. Það er til lítils að láta einhver minniháttar mál pirra sig og eyðileggja daginn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar