„Þessi tónlist er að koma Íslandi á kortið á algerlega nýjan hátt“

Laufey Lín Jónsdóttir heldur áfram að slá í gegn.
Laufey Lín Jónsdóttir heldur áfram að slá í gegn. mbl.is/Hákon

Laufey Lín Jónsdóttir er sá íslenski tónlistarmaður sem hefur átt flest streymi á tónlistarveitunni Spotify, það er utan landssteinanna. Hún hefur haft nóg að gera á árinu eftir að lag hennar From The Start sló í gegn. Laufey er með tæplega 15 milljónir hlustenda á streymisveitunni í hverjum mánuði og lagið From The Start hefur fengið hartnær 200 milljón hlustanir á Spotify frá því það kom út.

Laufey er á sannkallaðri sigurför um heiminn. Tónleikaferðalag hennar hefur gengið vonum framar og var hún nýverið tilnefnd til Grammy-verðlauna í flokki hefðbundinna poppplatna (e. Traditional Pop Vocal Album) fyrir aðra plötu sína Bewitched, sem kom út fyrr á þessu ári.

„Það hefur verið stórkostlegt að fylgjast með ferðalagi Laufeyjar á alþjóðasviðinu, þar sem hún blandar saman ólíkum tónlistarstefnum fyrir nýjan hóp hlustenda. Þessi tónlist er að koma Íslandi á kortið á algerlega nýjan hátt,“ segir Emma Vikström hjá Spotify, en streymisveitan opinberaði ársuppgjörslista sinn á miðvikudag.

View this post on Instagram

A post shared by laufey (@laufey)


 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert gæddur góðum hæfileikum en hefur ekki nægilegt sjálfstraust til að nýta þér þá. Ástamálin ganga vel, þú svífur um á bleiku skýi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnheiður Gestsdóttir
2
Hugrún Björnsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
5
Anna Margrét Sigurðardóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert gæddur góðum hæfileikum en hefur ekki nægilegt sjálfstraust til að nýta þér þá. Ástamálin ganga vel, þú svífur um á bleiku skýi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnheiður Gestsdóttir
2
Hugrún Björnsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
5
Anna Margrét Sigurðardóttir