White og Rosalía sögð nýjasta parið í Hollywood

Ástin hefur bankað upp á hjá White og Rosalíu.
Ástin hefur bankað upp á hjá White og Rosalíu. Samsett mynd

Bandaríski leikarinn Jeremy Allen White hefur fundið ástina í örmum söngkonunnar Rosalíu. White, sem er hvað þekktastur fyrir hlutverk sitt í dramaþáttunum The Bear, stendur í skilnaði við eiginkonu sína og barnsmóður, Addison Timlin, sem hann kvæntist í október 2019.

White, 32 ára, sást ásamt katalónsku söngkonunni Rosalíu, 31 árs, á götum Hollywood á miðvikudag og virtist parið njóta samveru hvor annars. Þetta kemur tæpum mánuði eftir að parið sást hönd í hönd á matarmarkaði í Los Angeles.

Rosalía, sem hefur verið áberandi í heimspressunni síðastliðnar vikur vegna lagsins „Oral“ sem hún flytur ásamt Björk, var áður trúlofuð Rawu Alejandro, en parið sleit trúlofuninni í júlí. White sást kyssa fyrirsætuna Ashley Moore í ágúst en lítið meira fréttist af því sambandi.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur kannað allar hliðar mála í stöðunni og þarft nú að skoða hvað hjarta þitt segir. Þú færð frábærar fréttir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sigríður Dúa Goldsworthy
2
Patricia Gibney
4
Þóra Karítas Árnadóttir og Sahara Rós Blandon
5
Lucinda Riley
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur kannað allar hliðar mála í stöðunni og þarft nú að skoða hvað hjarta þitt segir. Þú færð frábærar fréttir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sigríður Dúa Goldsworthy
2
Patricia Gibney
4
Þóra Karítas Árnadóttir og Sahara Rós Blandon
5
Lucinda Riley