The Holiday-leikari trúlofaður 30 árum yngri konu

Nýtrúlofaða parið.
Nýtrúlofaða parið. Samsett mynd

Breski leikarinn Rufus Sewell, sem margir þekkja úr jólamyndinni The Holiday, hefur trúlofast kærustu sinni, Vivian Benitez. Parið greindi frá trúlofun sinni á Instagram en þar sést Benitez með glitrandi trúlofunarhring á baugfingri. 

„Þar til dauðinn aðskilur okkur,“ skrifaði Benitez.

Töluverður aldursmunur er á parinu en 30 ár aðskilja Sewell og Benitez sem hafa átt í sambandi síðastliðin tvö ár. 

Verður þetta þriðja hjónaband breska leikarans. Árið 1999 kvæntist hann Yasmin Abdallah en þau skildu einu ári síðar. Sewell gekk aftur í hjónaband fimm árum síðar þegar hann giftist Amy Gardner en hjónin skildu 2006. Leikarinn á eina dóttur með fyrrverandi kærustu. 

View this post on Instagram

A post shared by vivian benitez (@vivv)

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinnan göfgar manninn en það er fleira sem gefur lífinu gildi. Gefðu þér tíma til að sinna þeim og þá muntu fyllast þreki til að glíma við verkefni vinnunnar.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinnan göfgar manninn en það er fleira sem gefur lífinu gildi. Gefðu þér tíma til að sinna þeim og þá muntu fyllast þreki til að glíma við verkefni vinnunnar.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar