Makaskipti eftir framhjáhaldsskandal

Holmes og Robach gengu sinn fyrsta rauða dregil saman sem …
Holmes og Robach gengu sinn fyrsta rauða dregil saman sem par á dögunum. Samsett mynd

Fyrrverandi þáttastjórnendur bandaríska morgunþáttarins Good Morning America, Amy Robach og TJ Holmes, vöktu mikla athygli á síðasta ári þegar upp komst um framhjáhald þeirra, en bæði voru þau gift öðru fólki. Robach og Holmes var sagt upp af sjónvarpsstöðinni ABC í kjölfarið. Ástin hefur þó haldið áfram að blómstra hjá parinu og eru þau enn þá saman í dag. 

Fyrrverandi makar parsins hafa einnig fundið ástina á ný og það hjá hvort öðru, en leikarinn Andrew Shue sem var kvæntur Robach og Marilee Fiebig sem var gift Holmes eiga nú í sambandi. Eru þau sögð hafa fundið sameiginleg tengsl í gegnum upplifun sína af framhjáhaldi makanna. 

Robach og Holmes urðu að fjölmiðlaefni í nóvember 2022 þegar DailyMail birti myndir af þáverandi samstarfsfélögunum, en myndirnar sýndu þau á börum og veitingastöðum víðsvegar í New York-borg og einnig í sumarhúsi í norðurhluta ríkisins. Ástarsamband parsins hófst í mars á síðasta ári þegar parið var að æfa fyrir hálfmaraþon.  

Robach og Shue voru gift í 13 ár og eiga þrjú börn, þau gengu frá lögskilnaði sínum í mars á þessu ári. Robach á tvær dætur úr fyrra hjónabandi. Holmes og Fiebig voru gift í 13 ár og eiga eina unga dóttur. Parið gekk frá skilnaðinum í október. Holmes á tvö börn úr fyrri samböndum. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinnan göfgar manninn en það er fleira sem gefur lífinu gildi. Gefðu þér tíma til að sinna þeim og þá muntu fyllast þreki til að glíma við verkefni vinnunnar.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinnan göfgar manninn en það er fleira sem gefur lífinu gildi. Gefðu þér tíma til að sinna þeim og þá muntu fyllast þreki til að glíma við verkefni vinnunnar.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar