Vilja gifta sig sem fyrst en halda brjálað brúðkaup seinna

Þjóðargersemin Páll Óskar Hjálmtýsson ræðir opinskátt um ástina, lífið og tilveruna við Kristínu Sif í Dagmálum. Hann segist fara fullur tilhlökkunar inn í framtíðina með unnustann Antonio sér við hlið en þeir fögnuðu eins árs sambandsafmæli á dögunum. 

„Við viljum gifta okkur og erum að undirbúa það ferli allt saman núna,“ segir Páll Óskar og lýsir flóknu dvalarleyfis- og hjúskaparferli sem þeir fást nú við því unnusti hans er flóttamaður frá Venesúela. 

„Við ætlum ekki að halda brúðkaup strax vegna þess að eftir giftinguna, sem er í rauninni svona gjörningur sko, að þá tekur við annars konar ferli. Sem er dvalarleyfisumsókn á grundvelli hjúskapar,“ segir Páll Óskar og bætir kíminn við: „Ég er farinn að tala eins og lögfræðingur.“

Páll Óskar segir óvíst hversu langan tíma ferlið tekur enda geti málshraðinn verið mjög misjafn.

„Þetta getur tekið átta mánuði, eitt og hálft eða tvö ár. Við erum til í allt, en þegar það er komið þá getum við haldið brjálað brúðkaup sem verður bara bræðingur af Venesúela-fólki og Íslendingum.“

Byrjuðu að búa fyrsta daginn

Það er ekki annað að sjá en að Páll Óskar ljómi þegar ástin berst í tal. Þegar hann er svo spurður hvenær búskapur þeirra Antonios hafi hafist fyrir alvöru stóð ekki á svari.

„Strax fyrsta daginn,“ segir Páll Óskar og hlær.

Hann lýsir fyrsta kvöldinu þeirra saman og minnist þess að þegar Antonio hafi verið að búa sig undir að fara hafi Páll Óskar gripið í hann og beðið hann að vera bara áfram.

„Hann er búinn að vera hjá mér síðan og við ætlum að halda nákvæmlega þessu áfram, halda áfram að vera góðir hvor við annan.“

Brot úr viðtalinu má sjá í spilaranum hér að ofan. Dagmál eru í heild sinni aðgengileg fyrir áskrifendur Morgunblaðsins en einnig er hægt gerast áskrifandi að vikupassa Dagmála.

Smelltu hér til að horfa á Dagmál

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér gengur margt í haginn og áhrif þín eru mikil. Vertu trúr sjálfum þér og lifðu eftir reglunum sem þú hefur prédikað hingað til.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sigríður Dúa Goldsworthy
2
Patricia Gibney
4
Þóra Karítas Árnadóttir og Sahara Rós Blandon
5
Lucinda Riley
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér gengur margt í haginn og áhrif þín eru mikil. Vertu trúr sjálfum þér og lifðu eftir reglunum sem þú hefur prédikað hingað til.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sigríður Dúa Goldsworthy
2
Patricia Gibney
4
Þóra Karítas Árnadóttir og Sahara Rós Blandon
5
Lucinda Riley