Enn að störfum áttræður af fjárhagsástæðum

Monty Python árið 2014. Frá vinstri: Eric Idle, John Cleese, …
Monty Python árið 2014. Frá vinstri: Eric Idle, John Cleese, Terry Gilliam, Michael Palin og Terry Jones. AFP

Eric Idle segist enn vera að störfum sem leikari áttræður að aldri vegna fjárhagsástæðna.

Grínistinn, sem sló í gegn í hópnum Monty Python, seldi heimilið sitt á síðasta ári.

„Ég veit ekki hvers vegna fólk heldur alltaf að við eigum nóg af peningum. Python er stórslys,” sagði hann á samfélagsmiðlinum X.

„Mig óraði aldrei fyrir því að á þessum tímum myndi innkomustreymið fara svona illa út af sporinu.”

Gaf hann jafnframt í skyn að ekki hefði verið haldið nógu vel utan um fjármál Monty Python í gegnum tíðina, að því er BBC greindi frá.  

Hann sagði að heimildarmynd á Netflix gæti rétt fjárhaginn af en bætti við: „Það er allt í lagi þótt ég sé ekki ríkur. Ég vil miklu frekar vera fyndinn.”

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert gæddur góðum hæfileikum en hefur ekki nægilegt sjálfstraust til að nýta þér þá. Ástamálin ganga vel, þú svífur um á bleiku skýi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnheiður Gestsdóttir
2
Hugrún Björnsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
5
Anna Margrét Sigurðardóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert gæddur góðum hæfileikum en hefur ekki nægilegt sjálfstraust til að nýta þér þá. Ástamálin ganga vel, þú svífur um á bleiku skýi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnheiður Gestsdóttir
2
Hugrún Björnsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
5
Anna Margrét Sigurðardóttir