Segir frá áhugaverðri bolludagshefð í Grímsey

Unnur Birta ólst upp í Grímsey og sagði frá áhugaverðri …
Unnur Birta ólst upp í Grímsey og sagði frá áhugaverðri bolludagshefð á eyjunni á TikTok. Samsett mynd

Unnur Birta er 23 ára gömul. Hún á fjölskyldu í Grímsey og hefur vakið athygli á TikTok þar sem hún birtir meðal annars myndbönd um upplifun sína af eyjunni. 

Á undanförnum árum hefur íbúum í Grímsey farið fækkandi, en árið 2023 voru 55 manns skráðir með lögheimili í Grímsey samkvæmt tölum frá Hagstofu Íslands á meðan 80 voru skráðir með lögheimili á eyjunni árið 2013.

Á dögunum birti Unnur Birta myndband um áhugaverða bolludagshefð í Grímsey sem hefur vakið forvitni margra. 

„Ókei núna styttist heldur betur í bolludaginn og ég fór að hugsa um þá hefð sem var í Grímsey með bolludaginn, en þá semsagt nóttina fyrir bolludag þá vöknuðu öll börnin bara um miðja nótt og klæddu sig vel og tóku bolluvönd með sér sem þau höfðu gert í skólanum og síðan löbbuðum við bara á milli húsa og ef það var opið þá fóru þau inn og vöktu fólkið sem átti heima þar með því að bolla í rúmið og vera bara: „Bolla, bolla, bolla, bolla“ og vöktu þannig fólk.

Ég held ég hafi farið einu sinni eða tvisvar og stundum var fólkið búið að búa til gildrur, eins og ég man að það var einhver sem klæddi ryksuguna sína í föt og setti hárkollu á hana og einn sem setti eitthvað svona Cheerios skál upp á band upp í loftið þannig þegar einhver lamdi í það þá helltist Cheerios yfir okkur. Og mér finnst það bara svo grilluð pæling að við bara gerðum þetta, bara um miðja nótt fórum við og vöktum eitthvað lið bara með því að öskra á það: „Bolla, bolla, bolla“. Þú veist, sjáið þið þetta fyrir ykkur hérna í Reykjavík? Nei, ómægad mér finnst það svo fyndið.

Já ég ætla líka að bæta því við að síðan gáfu þau okkur nammi, þetta var svona „basically“ eins og öskudagur ... samt nei þetta er ekkert eins og öskudagur af því af hverju erum við að fara heim til fólks sem er sofandi. En ef það var opið þá máttum við fara inn og ef það var læst þá vildu þau ekki láta vekja sig ... ég myndi bara hafa læst ... gerðu gildrur og gáfu okkur nammi. Svo fórum við bara heim aftur að sofa, og svo bara aftur næsta ár. Bring this back,“ útskýrði Unnur Birta í myndbandinu. 

Af ummælum að dæma þótti mörgum bolludagshefðin áhugaverð og höfðu aldrei heyrt á hana minnst á meðan aðrir höfðu alist upp við sömu eða svipaða bolludagshefð. 

„Ég bjó á Kópaskeri sem barn og við gerðum það sama nema seinni partinn þá fórum við og náðum í eina bollu í þau hús sem var opið sem við höfðum vakið,“ skrifaði einn notandi á meðan annar skrifaði: „Sama í Smálöndum. Reykjavík. 1965.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert gæddur góðum hæfileikum en hefur ekki nægilegt sjálfstraust til að nýta þér þá. Ástamálin ganga vel, þú svífur um á bleiku skýi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnheiður Gestsdóttir
2
Hugrún Björnsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
5
Anna Margrét Sigurðardóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert gæddur góðum hæfileikum en hefur ekki nægilegt sjálfstraust til að nýta þér þá. Ástamálin ganga vel, þú svífur um á bleiku skýi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnheiður Gestsdóttir
2
Hugrún Björnsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
5
Anna Margrét Sigurðardóttir