Fyrrverandi barnastjarna enn í kast við lögin

Home Improvement voru með vinsælustu gamanþáttum tíunda áratugarins.
Home Improvement voru með vinsælustu gamanþáttum tíunda áratugarins. Samsett mynd

Fyrrverandi barnastjarnan Zachery Ty Bryan, sem margir þekkja úr sjónvarpsþáttaröðinni Home Improvement, var handtekinn aðfaranótt laugardags vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna. Er þetta í þriðja sinn sem Bryan er handtekinn á aðeins örfáum árum. 

Talsmaður lögreglunnar í La Quinta sagði í samtali við TMZ að lögregluþjónar hefðu stöðvað bifreið sem grunuð var að hafa átt þátt í umferðarslysi á svæðinu. Þegar lögregluþjónar ræddu við ökumann bifreiðarinnar, sem reyndist vera Bryan, þá leit hann út fyrir að vera undir áhrifum og átti í erfiðleikum með að skilja og tjá sig. 

Bryan, sem fór með hlutverk elsta sonar Taylor-hjónanna í vinsælu gamanþáttaröðinni, hefur ekki átt sjö dagana sæla eftir að hann skildi við skemmtanaiðnaðinn.

Í október á síðasta ári var leikarinn dæmdur í sjö daga fangelsi fyrir heimilisofbeldi, áreitni og rán. Er hann enn undir skilorðsbundnum dómi, en Bryan hlaut 36 mánaða skilorðsbundinn dóm ásamt áfengis- og fíknimeðferð. Bryan var einnig handtekinn árið 2020 fyrir líkamsárás, þá gerðist hann sekur um að hafa reynt að kyrkja konu.  

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant