Poppdrottningin Madonna datt á sviðinu

Tónleikaferðalag söngkonunnar frestaðist vegna veikinda hennar.
Tónleikaferðalag söngkonunnar frestaðist vegna veikinda hennar. AFP

Söngkonan Madonna lenti í smá óhappi á tónleikum sínum í Seattle í Bandaríkjunum á sunnudag. Hún datt þegar einn af dönsurum hennar missteig sig í miðju lagi, en dansarinn var að draga Madonnu um sviðið er hún sat á stól og söng fyrir spennta áhorfendur. Myndskeið af atvikinu hefur farið víða á samfélagsmiðlum. 

Madonna, 65 ára, tæklaði atvikið eins og sannur fagmaður og hélt flutningi sínum á laginu „Open Your Heart“, sem hún gerði vinsælt árið 1986, áfram og án þess að hika. 

Söngkonan átti að hefja tónleikaferðalag sitt, titlað Celebration Tour, í júlí í fyrra, en það frestaðist vegna veikinda hennar. Madonna var lögð inn á spítala með alvarlega bakteríusýkingu í júní en byrjaði að túra síðla október og er tónleikaferðalagið á áætlun til aprílloka.  

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant