Williams fetar í fótspor Streep

Williams lék tískuritstjóra Mode í Ugly Betty.
Williams lék tískuritstjóra Mode í Ugly Betty. Samsett mynd

Bandaríska leikkonan Vanessa Williams mun fara með hlutverk í bresku uppfærslu söngleiksins, The Devil Wears Prada, sem er byggð á metsölubók Lauren Weisberger. Með þessu fetar Williams í fótspor Óskarsverðlaunaleikkonunnar Meryl Streep, en sú sló eftirminnilega í gegn sem hin dómharða, heimtufreka og geðvonda Priestly í kvikmyndaútgáfunni frá árinu 2006. 

Williams, sem er best þekkt fyrir hlutverk sín í þáttaröðunum Ugly Betty og Desperate Housewives, segir hlutverk Priestly vera draumahlutverk fyrir sig og að hún geti vart beðið eftir að stíga á svið sem hinn ógnvekjandi tískuritstjóri Runway. 

Leikkonan, sem er 60 ára, hefur dálitla reynslu þegar kemur að því að leika kröfuharða tískuritstjóra, en margir muna án efa eftir Williams úr Ugly Betty. Þar lék hún Wilhelminu Slater sem stjórnaði öllu og öllum hjá tískutímaritinu Mode.

Urmull leikara, söngvara og dansara koma að sýningunni sem státar af lögum eftir Elton John. Tónlistarmaðurinn hefur áður samið tónlist fyrir söngleiki og má þá nefna The Lion King, Aida og Billy Elliot.

Williams klæðir sig upp í Prada síðla október en sýningin verður frumsýnd í Dominion-leikhúsinu á West End í Lundúnum. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert gæddur góðum hæfileikum en hefur ekki nægilegt sjálfstraust til að nýta þér þá. Ástamálin ganga vel, þú svífur um á bleiku skýi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnheiður Gestsdóttir
2
Hugrún Björnsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
5
Anna Margrét Sigurðardóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert gæddur góðum hæfileikum en hefur ekki nægilegt sjálfstraust til að nýta þér þá. Ástamálin ganga vel, þú svífur um á bleiku skýi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnheiður Gestsdóttir
2
Hugrún Björnsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
5
Anna Margrét Sigurðardóttir