Heitasta tónlistarfólk veraldar á Iceland Airwaves

Hér má sjá stemninguna á Iceland Airwaves í fyrra. Búast …
Hér má sjá stemninguna á Iceland Airwaves í fyrra. Búast má við góðri stemningu í ár. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Iceland Airwaves tilkynnti í dag fyrstu nöfnin sem koma fram á 25 ára afmælisútgáfu hátíðarinnar. Hátíðin fer fram dagana 7. til 9. nóvember 2024 í miðbæ Reykjavíkur. Fram kemur í tilkynningu frá hátíðinni að dagskráin í ár verði ein sú flottasta hingað til.

„Við erum ótrúlega stolt af því að fagna 25 ára afmæli Iceland Airwaves og 25 árum af því að eiga þátt í fyrstu skrefum margra hæfileikaríkustu hljómsveita heims,“ segir Ísleifur Þórhallsson í fréttatilkynningu en hann er hátíðarstjóri Iceland Airwaves. 

„Í gegnum árin höfum við séð fjölmörg bönd ná heimsathygli í kjölfar þess að koma fram á Iceland Airwaves. Það er heiður á hverju ári að fá að koma með heitasta tónlistarfólk veraldar til Reykjavíkur og einnig að fá að deila okkar einstaka íslenska tónlistarsamfélagi með heiminum,“ segir hann. 

Spennandi listamenn frá útlöndum

Tónlistarkonan Shygirl er ein þeirra sem kemur fram. Hún er frá Suður-London og er þekkt fyrir einstakt aldamótarklúbbapopp. Hún var tilnefnd til Mercury-verðlaunanna 2023 og státar af lögum sem hafa verið gefin út í samstarfi við tónlistarfólk á borð við SOPHIE, Arca og FKA twigs.

„Lo-fi grunge“ hljómsveitin bar italia kemur einnig fram. Sveitin er þegar búin að sanka að sér dyggum hópi aðdáenda. Japansk-skoska listakonan Saya Gray kemur einnig fram en hún er búsett í Toronto og er þekkt fyrir framúrstefnulegan og tilraunakenndan hljóðheim.

Iceland Airwaves ætlar að bjóða upp á heimsklassa raftónlist í ár. Breski dúettinn Joy (Anonymous), sem og bandarísku synth-poppsveitina Magdalena Bay koma fram á hátíðinni. 

Belgíska dansdúóið Charlotte Adigéry and Bolis Pupul munu leika raftónlistarlist sína en þau eru þekkt fyrir að taka á málum samtímans. Einnig mun hústónlistarmúsíkantinn Anish Kumar leika fyrir dansi en hann sem sækir innblástur víða að, allt frá Brendu Lee til hindí-kvikmyndatónlistar.

Tónlistarkonan Shygirl kemur fram á Iceland Airwaves árið 2024.
Tónlistarkonan Shygirl kemur fram á Iceland Airwaves árið 2024. Ljósmynd/Aðsend

Íslensk tónlist áberandi

Iceland Airwaves fagnar að sjálfsögðu því besta sem íslensk tónlist hefur upp á bjóða og kynnir nokkra ástsæla íslenska listamenn. Hljómsveitin Inspector Spacetime kemur fram, hip-hop dúettinn Úlfur Úlfur sem hafa á sínum 15 árum þróað hljóðheim langt út fyrir hefðbundið rapp. Aðrar íslenskar hljómsveitir sem kynntar eru í dag eru Klemens Hannigan – að mestu þekktur fyrir störf sín sem hluti af hljómsveitinni HATARI, og nýstirnið Róshildur sem vann Grapevine verðlaun í ár sem nýliði ársins.

Iceland Airwaves bókar á hverju ári samansafn af hljómsveitum af jöfnu kynjahlutfalli og hefur í gegnum samstarf sitt við Keychange gert það síðan árið 2019. Jafnrétti kynjanna er mikilvægur hluti af því sem hátíðin stendur fyrir og það tónlistarsamfélag sem hátíðin endurspeglar. Iceland Airwaves var fyrsta tónlistarhátíð heims til að ná þessum árangri.

Inspector Spacetime. Hljómsveitin kemur fram á Iceland Airwaves árið 2024.
Inspector Spacetime. Hljómsveitin kemur fram á Iceland Airwaves árið 2024. Ljósmynd/Aðsend

Hér má sjá öll nöfnin sem tónlistarhátíðin tilkynnti í dag: 

Anish Kumar (UK) | bar italia (UK) | Bolis Pupul (BE) | Charlotte Adigéry & Bolis Pupul (BE) | eee gee (DK) | freekind. (SL) | Inspector Spacetime (IS) | Joy (Anonymous) (UK) | K.óla (IS) | Klemens Hannigan (IS) | Loverman (BE) | lúpína (IS) | Magdalena Bay (US) | Mandy, Indiana (UK) | mary in the junkyard (UK) | Migluma (LT) | Múr (IS) | Opus Kink (UK) | Orbit (DE) | Róshildur (IS) | Saya Gray (CA) | Shygirl (UK) | UCHE YARA (AT) | Úlfur Úlfur (IS) | Une Misère (IS) | Vévaki (IS) | virgin orchestra (IS)

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson