Beckham fótbrotnaði á Valentínusardag

Victoria Beckham.
Victoria Beckham. mbl.is/AFP

Valentínusardagurinn fór ekki vel af stað hjá fatahönnuðinum og fyrrverandi Kryddpíunni, Victoriu Beckham. Hún lenti í því leiðinda óhappi að fótbrjóta sig á miðri æfingu í tækjasal sem Beckham-fjölskyldan er með á einu af heimilum sínum.

Victoria datt og sneri sig. Hún hlaut heldur slæmt brot á framristarbein að sögn eiginmanns hennar, fyrrum fótboltakappans David Beckham, en sá birti mynd á Instagram Story af fæti Victoriu. Myndin sýnir fótinn vel innpakkaðan og klæddan svörtu sjúkrastígvéli. 

Hjónin hafa gantast lítillega um óhappið á samfélagsmiðlum og grínaðist David meðal annars um stærð stóru táar eiginkonu sinnar þegar hún birti mynd af fætinum með íspakka.  

Victoria þarf að klæðast sjúkraskó í einhverjar vikur.
Victoria þarf að klæðast sjúkraskó í einhverjar vikur. Samsett mynd
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson