Viðurkenndi loksins ástarsamband sitt við mótleikara

Orðrómur um samband leikaranna hefur gengið fjöllunum hærra í mörg …
Orðrómur um samband leikaranna hefur gengið fjöllunum hærra í mörg ár. Samsett mynd

Leikkonan Mischa Barton, sem gerði garðinn frægan í unglingaþáttunum The O.C. á árunum 2003 til 2006, var gestur Alex Cooper í nýjasta hlaðvarpsþætti Call Her Daddy.

Barton opnaði sig um ástarsamband sem hún átti með mótleikara sínum, Ben McKenzie. Sá lék kærasta hennar í þáttunum og fór parið víst leynt með sambandið þegar slökkt hafði verið á upptökuvélunum. Þegar spurð hafa Barton og McKenzie ávallt neitað að hafa átt í sambandi. 

„Ég var bara krakki, ég var hrein mey,“ sagði Barton þegar Cooper byrjaði að forvitnast um árin á tökusetti The O.C. Leikkonan var aðeins 17 ára gömul þegar hún fékk hlutverk Marissu Cooper. „Þarna var ég að leika með mun eldra og reyndara fólki.“

Barton viðurkenndi að hafa verið byrjuð að dúllast með McKenzie, sem þá var 25 ára gamall, áður en fyrstu þáttaröðinni lauk. „Ég hafði enga hugmynd um hvað ég var að gera,“ sagði leikkonan sem sagðist hafa verið heldur sein á ferðinni (e. late bloomer) þegar kom að stefnumótum, kynlífi og ást. 

Leikkonan hefur nánast horfið úr sviðsljósinu og hefur lítið sést í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum síðastliðin ár. Síðasta hlutverk Barton var í áströlsku sápuóperunni Nágrannar (e. Neighbours), sem landsmenn þekkja allflestir vel. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er engin ástæða til þess að láta hugfallast þótt hlutirnir gangi ekki nákvæmlega eins og þú helst vilt. Himintunglin launa þér þolinmæðina.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er engin ástæða til þess að láta hugfallast þótt hlutirnir gangi ekki nákvæmlega eins og þú helst vilt. Himintunglin launa þér þolinmæðina.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant