Klúðraði endurkomunni og móðgaði áhorfendur

Gillis gerði grín af nýju gullskóm Trump.
Gillis gerði grín af nýju gullskóm Trump. Samsett mynd

Bandaríski uppistandarinn Shane Gillis sló ekki í gegn hjá áhorfendum Saturday Night Live síðastliðið laugardagskvöld. Gillis kom fram sem gestastjórnandi í gamanþættinum en frammistaðan þótti heldur mislukkuð og þá sérstaklega átta mínútna uppistand hans í upphafi þáttarins. 

Gillis, sem er fyrrverandi starfsmaður Saturday Night Live, ræddi meðal annars um brottrekstur sinn sem átti sér stað árið 2019, en brottrekstrarsökin var sú að Gillis fór með óviðeigandi ummæli í hlaðvarpsþætti. Honum var sagt upp eftir aðeins fimm daga í starfi. 

Brandaravalið ekki vinsælt

„Ég er hér,“ sagði hinn 36 ára gamli uppistandari þegar hann steig á svið fyrir framan áhorfendur, fimm árum eftir að hafa verið sagt upp. „Flest ykkar hafa örugglega ekki hugmynd um hver ég er. Mér var sagt upp, héðan, fyrir nokkru síðan,“ sagði Gillis í framhaldi.

Brandaraval Gillis lagðist ekki vel í áhorfendur. Hann gerði meðal annars grín af fjölskyldu systur sinnar, en hún er gift Egypta og einnig nokkrum fjölskyldumeðlimum sem greindir eru með Downs-heilkenni. Leikhæfileikar Gillis voru einnig ekki upp á marga fiska og var augljóst að hann las textann sinn af skjávarpa. 

Gillis er reglulegur gestur í hlaðvarpsþætti Joe Rogan.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert gæddur góðum hæfileikum en hefur ekki nægilegt sjálfstraust til að nýta þér þá. Ástamálin ganga vel, þú svífur um á bleiku skýi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnheiður Gestsdóttir
2
Hugrún Björnsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
5
Anna Margrét Sigurðardóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert gæddur góðum hæfileikum en hefur ekki nægilegt sjálfstraust til að nýta þér þá. Ástamálin ganga vel, þú svífur um á bleiku skýi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnheiður Gestsdóttir
2
Hugrún Björnsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
5
Anna Margrét Sigurðardóttir