Skemmtilegt félagslíf heillaði Oliver Einar

Oliver Einar Nordquist stundar nám í MS.
Oliver Einar Nordquist stundar nám í MS. Ljósmynd/Aðsend

Oliver Einar Nordquist, ármaður Skóla­fé­lags Mennta­skól­ans við Sund, valdi skólann út af náminu en líka félagslífinu. Oliver sem er 18 ára stundar nám á stærðfræðibraut á hagfræðilínu í skólanum. 

„Það voru nokkrar ástæður sem hjálpuðu minni ákvörðun að fara í MS. Sú helsta var þriggja anna kerfið sem skólinn býður upp á. Svo var ég búinn að heyra góða hluti um félagslífið þannig að þessar ástæður seldu mér helst þennan skóla,“ segir Oliver. 

Er eitthvað sem einkennir MS?

„Það er margt sem einkennir MS, sérstaklega gott félagslíf og þemavikurnar. Þriggja anna kerfið finnst mér frábær kostur sem er ekki í boði í mörgum öðrum framhaldsskólum.“

Hvað gerir ármaður?

„Ármaður er forseti skólafélagsins og ber ábyrgð á því að allt innan SMS gangi vel og smurt fyrir sig. Hann styður við allar nefndir skólans með allt sem þau þurfa og er einnig tengiliður SMS við skólastjórnina.“

Fórstu í mikla kosningabaráttu til að verða kosinn? 

„Ég var einn í framboði. Ég fór hins vegar í kosningabaráttuna af sama krafti og ég hefði marga mótframbjóðendur.“

Hvað finnst þér brenna á samnemendum þínum?

„Það er mjög mismunandi eftir hópum, kannski aðallega íþróttir og annað.“

Hver er hápunkturinn í félagslífinu og af hverju?

„Það er í rauninni alltaf eitthvað í gangi hjá okkur, hvort sem það er Morfískeppni, þátttaka í Gettu betur, leiksýningin Grease sem við erum að setja upp eða skólaböll. Ef ég ætti að nefna eitthvað sérstakt þá er það líklega 85 Vikan og ballið sem fylgir henni.“

Hvað er á döfinni í MS?

„Kjörtímabilið okkar fer að enda en við eigum þó eftir að halda árshátíðina okkar. Vikan fyrir árshátíðina er einnig góðgerðarvika þar sem nemendur takast á við ákveðna áskorun og safna í leiðinni peningum til góðgerðarmála.“

Hvað gera nemendur í hádegishléum?

„Það er mjög misjafnt. Oftast er einhver dagskrá inni í matsal í hádeginu, allt frá tónlistaratriðum eða uppistandi. Annars fara krakkarnir í Bónus og aftur upp í skóla. Á fimmtudögum er hins vegar langt hádegi og þá fara margir að borða í IKEA.“

Menntaskólinn við Sund.
Menntaskólinn við Sund. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant