Birti undarleg skilaboð til Kardashian á Instagram

Kanye West.
Kanye West. AFP

Rapparinn Kanye West hefur grátbeðið fyrrverandi eiginkonu sína, raunveruleikastjörnuna Kim Kardashian, að sækja um í öðrum skóla fyrir börn þeirra. West er mjög ósáttur að börn þeirra sæki sér menntun á „gervistofnun fyrir frægt fólk“.

West, sem hefur eytt nánast öllu myndefni af samfélagsmiðlum, birti færslu á Instagram-síðu sinni í fyrradag. Þar heimtar hann breytingu á skólagöngu barna þeirra Kardashian.

„Kim, fjarlægðu börnin mín úr Sierra Canyon, undir eins. Þetta er gervistofnun fyrir frægt fólk sem er ítrekað notað af „kerfinu“, skrifaði rapparinn með stórum stöfum.

Við færsluna skrifaði hann einnig: „Á þessum tímapunkti vita allir hvað „kerfið” stendur fyrir. Sjálfur var ég fjarlægður frá föður mínum af „kerfinu“ og það tók mig einnig burt frá börnunum mínum.”

West var greindur með geðhvarfasýki árið 2019 og hefur birt álíka færslur og hreytt ókvæðisorðum í fyrrverandi eiginkonu sína í maníu. Færslan hefur verið fjarlægð af Instagram-síðu West. 

West og Kardashian skildu árið 2021. Börn þeirra eru á aldrinum tíu til fjögurra ára. West er í dag kvæntur fyrirsætunni Biöncu Censori. 

View this post on Instagram

A post shared by Ye (@ye)

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson