„Lewis bjargaði lífi mínu“

Andy Lassner minntist Richard Lewis í einlægri kveðju á Instagram.
Andy Lassner minntist Richard Lewis í einlægri kveðju á Instagram. Samsett mynd

Greint var frá andláti bandaríska leikarans og uppistandarans Richard Lewis í vikunni. Hann lést 76 ára að aldri af völdum hjartaáfalls. Margir hafa minnst Lewis á samfélagsmiðlum. Einn þeirra er fyrrverandi framleiðandi „Ellen DeGeneres Show“, Andy Lassner, en áhorfendur spjallþáttarins muna trúlega eftir honum. 

Í kveðjuorðum sínum til Lewis segir Lassner leikarann hafa „bjargað lífi sínu“. Lassner barðist við eiturlyfjafíkn á níunda og tíunda áratug síðustu aldar. 

Lassner minntist þess þegar Lewis hljóp á eftir honum í Los Angeles og krafðist þess að hann tæki símanúmerið sitt. „Hringdu í mig á morgun, láttu mig vita að þú sért í lagi,“ skrifaði hann um fyrstu kynni sín af Lewis. Lassner gaf eftir og lét leikarann fá símanúmerið. „Lewis hringdi á hverjum degi, öllum stundum,“ útskýrði Lassner.

Þegar botninum var náð reyndist Lewis stór og ómetanlegur hluti af bataferli Lassner. „Ég var innilokaður á hótelherbergi á Sunset Boulevard. Lewis hringdi. Það næsta sem ég man er að það var bankað á dyrnar. Hver annar en Lewis var mættur.“

Lassner greindi einnig frá því að Lewis hafi boðið honum inn á heimili sitt og var sá sem sá til þess að koma honum í meðferð. „Það var þarna sem ég náði mér á strik.“

View this post on Instagram

A post shared by Andy Lassner (@andylassner)

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant