Eini erlendi listamaðurinn á grískri hátíð

Hlín Leifsdóttir óperusöngkona var eini erlendi listamaðurinn sem kom fram …
Hlín Leifsdóttir óperusöngkona var eini erlendi listamaðurinn sem kom fram á hátíðinni. Ljósmynd/Aðsend

Um þessar mundir minnast Grikkir 200 ára ártíðar Byrons lávarðar og sjálfstæðishetju þeirra Markos Botsaris.

20. mars var haldin hátíð í Aþenu þeim til heiðurs og opnaði íslenska sópransöngkonan Hlín Leifsdóttir hátíðina. Hlín var eini erlendi listamaðurinn sem kom fram á hátíðinni.

„Hátíðin var mjög mikið sjónarspil og mig grunar að það hafi komið fólk úr öllum héruðum Grikklands,“ segir Hlín.

Fjölbreyttir þjóðbúningar

Á hátíðinni voru flutt þjóðleg lög og fjöldi dansara sýndu margslungin heim grískra þjóðdansa.  

„Þau voru í þjóðbúningum síns héraðs, þeir eru það fjölbreyttir að maður myndi halda að þetta væri fólk frá mismunandi löndum,“ segir Hlín. Hún segir þjóðlögin einnig hafa verið fjölbreytt:

„Grikkland er eiginlega á krossgötum heimsins. Sum þjóðlögin hljómuðu eins og þau kæmu frá Ítalíu eða annars staðar frá Evrópu. Önnur hljómuðu eins og þau kæmu frá Tyrklandi eða Arabíu, en svo er auðvitað sérstök tónlist sem þú heyrir einungis á Grikklandi.“

Hlín og tónskáldið sjálft ásamt þjóðlegu fólki.
Hlín og tónskáldið sjálft ásamt þjóðlegu fólki. Ljósmynd/Aðsend

Ástarljóð til grísku þjóðarinnar

Hlín kveðst hafa skorið sig smá úr hópnum með flutningi á tónverki úr smiðju grísk-kanadíska tónskáldsins Panagiotos Karousos sem Hlín hefur unnið mikið með að undanförnu.

Hlín ræddi við Morgunblaðið í desember. Hún söng þá á tónleikum til heiðurs grísku sópransöngkonunnar Mariu Callas. Í viðtalinu sagði Hlín frá lífi sínu í Aþenu og fjallaði um samstarf sitt við tónskáldið Karousos. 

Tónverk Karousos er samið við gríska þýðingu á ljóðinu „Maid of Athens“ eftir enska lávarðinn Byron, en Byron situr veigamikinn sess í sjálfstæðissögu Grikkja eftir að hafa tekið þátt í sjálfstæðisbaráttu þeirra þar sem hann lést eftir mikil veikindi árið 1824 einungis 36 ára gamall.

Ljóð Byrons segir frá ást hans til grískrar konu sem endar að lokum í harmi: „Hér er ljóðið einnig túlkað sem ástarljóð til grísku þjóðarinnar, sem hann var auðvitað mjög hugfanginn af.“

Hlín og tónskáldið Panagiotos Karousos.
Hlín og tónskáldið Panagiotos Karousos. Ljósmynd/Aðsend

Hátt í þúsund manns sóttu hátíðina

„Byron lávarður er nánast heilagur maður hér. Það heitir stórt hverfi í Aþenu eftir honum og það má finna fjöldann allan af minnismerkjum og styttum tileinkuðum honum út um allt land,“ segir Hlín og heldur áfram: 

„Ég held meira að segja að Byron sé meira áberandi hér en Hómer til dæmis. Maður labbar allavega ekki lengi án þess að sjá einhverja vísun til Byrons,“ segir Hlín en kveðst ekki alveg þora að fara með hvort sú fullyrðing sé sönn.

Hlín telur að hátt í þúsund manns hafi sótt hátíðina þann dag sem hún flutti tónverkið. Nóg er um að vera hjá Hlín, en á þessu ári mun hún flytja tímabundið til Dúbaí þar sem hún mun halda úti kynningarstarfi á verkum Karousos sem og flytja grísk tónverk þar í bæ. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hlýjan streymir frá þér til umhverfisins og margir sækja í hana gleði og uppörvun. Þú færð hverja hugmyndina annarri betri en getur engan veginn gert upp á milli þeirra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hlýjan streymir frá þér til umhverfisins og margir sækja í hana gleði og uppörvun. Þú færð hverja hugmyndina annarri betri en getur engan veginn gert upp á milli þeirra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson