Skilin eftir 18 ár en hefði átt að skilja fyrr

Tori Spelling er að vinna í sjálfri sér eftir skilnað.
Tori Spelling er að vinna í sjálfri sér eftir skilnað. AFP/FRAZER HARRISON

Leikkonan Tori Spelling sótti formlega um lögskilnað í lok mars frá eiginmanni sínum til 18 ára, leikaranum Dean McDermott. Áður höfðu þau skilið að borði og sæng. 

„Mér finnst ég ekki eiga það skilið að vera elskuð,“ viðurkenndi Spelling í hlaðvarpsþætti sínum að því fram kemur á vef People. Spelling segir það vera lærða hegðun að gera lítið úr eigin verðleikum. Hún veit að hún verður að breyta hugsun sinni en segir það erfitt. „Það er erfiðara verkefni en við áttum okkur ár,“ sagði Spelling um verkefni sitt.

Hefðu átt að skilja fyrr

Spelling og McDermott gengu í hjónaband árið 2006 en skildu að borði og sæng í fyrra. Hún segist finna fyrir einmanaleika núna. Þrátt fyrir það segir hún að þau hefðu átt að skilja 15 árum fyrr. „Við segjum alltaf hey, þetta entist í 18 ár. Þetta hefði ekki átt að endast í 18 ár,“ segir Spelling. 

Stjarnan úr Beverly Hills-90210 segir að hveitibrauðdagarnir hafi einungis varað í fjóra mánuði. Hún segir McDermott meðal annars glímt við reiðivandamál og átt í erfiðleikum við frægð hennar. 

Tori Spelling ásamt fyrrverandi eiginmanninum, Dean McDermott.
Tori Spelling ásamt fyrrverandi eiginmanninum, Dean McDermott. Getty Images

Barnauppeldið reyndi á sambandið

Spelling og McDermott eiga saman fimm börn, það elsta er 17 ára en það yngsta er sjö ára. Spelling segir að barneignirnar hafa breytt sambandi þeirra. Þau ætluðu ekki að breytast og ætluðu að gefa sér tíma fyrir sambandið og fara á stefnumót. „Ég varð alveg upptekin af börnunum og fór eiginlega frá honum,“ segir Spelling sem leið einnig eins og hún væri ein með börnin. Lýsir hún fyrrverandi manni sínum sem auka hendur en ekki foreldri. 

„Ég var foreldrið. Og það var mikil ábyrgð á meðan ég var líka að endurbyggja feril, sem ég gerði. Fjölskyldan varð að vörumerki. Ég fór úr því að vera rík stelpa í Hollywood yfir í að verða svöl mamma. Sjáið hana, hún hefur allt. Á sama tíma að tjaldabaki var ég að brotna niður,“ segir Spelling sem vildi ekki að neinn kæmist að því en fjölskyldan var með eigin raunveruleikaþátt. 

Að lokum tók Spelling ákvörðun um að skilja en í dómsskjölum kemur fram að hjónin hafi skilið að borði og sæng þann 17. júní 2023. Áfengi var meðal annars vandamál hjá McDermott. 

Tori Spelling.
Tori Spelling. AFP/David Livingston
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Grundvallarspurningar hvíla þungt á þér. Mikilvægt er að þú getir safnað orku næstu fjórar vikurnar; andlega, líkamlega og tilfinningalega.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Sofie Sarenbrant
3
Arnaldur Indriðason
4
Ann Cleeves
5
Viveca Sten
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Grundvallarspurningar hvíla þungt á þér. Mikilvægt er að þú getir safnað orku næstu fjórar vikurnar; andlega, líkamlega og tilfinningalega.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Sofie Sarenbrant
3
Arnaldur Indriðason
4
Ann Cleeves
5
Viveca Sten
Loka