Segir Baldwin hafa verið stjórnlausan

Saksóknari segir Baldwin hafa skeytt litlu um öryggi og líðan …
Saksóknari segir Baldwin hafa skeytt litlu um öryggi og líðan starfsfólks á tökustað Rust. AFP

Saksóknari í manndrápsmáli gegn leikaranum Alec Baldwin segir hann hafa verið „stjórnlausan“ á tökustað þar sem hann varð kvikmyndatökumanninum Halynu Hutchins að bana með voðaskoti.

Baldwin er ákærður fyrir manndráp af gáleysi en skotvopnið sem varð Hutchins að bana var leikmunur á tökustað kvikmyndarinnar Rust og átti ekki að vera hlaðið skotum.

Áætlað er að leikarinn fari fyrir dóm í Nýju-Mexíkó í Bandaríkjunum í júlí en hann neitar alfarið sök.

Stuðlaði að óöruggu vinnuumhverfi

Í dómsskjölum sem lögð voru fram í dag teiknaði saksóknarinn, Kari Morrissey, upp mynd af málsatvikum og sagði ófyrirsjáanlega hegðun Baldwins á tökustaðnum hafa stuðlað að óöruggu vinnuumhverfi sem að lokum hafi leitt til harmleiksins. 

Hann hafi meðal annars sífellt verið öskrandi og blótandi ýmist á starfsfólk, við sjálfan sig eða út í loftið.

Benti Morrissey einnig á að Baldwin hafi ítrekað breytt frásögn sinni af málsatvikum.

Umsjónarmaður þegar sakfelld 

„Hegðun herra Baldwins á tökustað ber vitni um mann sem hefur enga stjórn á eigin tilfinningum og skeytir litlu um hvernig hegðun hans hefur áhrif á fólkið í kringum hann,“ sagði Morrissey í skjölunum.

Hanna Gutierrez, umsjónarmaður skotvopna og skotfæra fyrir Rust, var sakfelld í mars fyrir manndráp af gáleysi, en það var hún sem að bar ábyrgð á að skotvopnið sem Baldwin beindi að myndavélinni, og þar með Hutchins, var hlaðin. 

„Vanræksla og reynsluleysi Gutierrez í bland við skeytingarleysi Baldwins gagnvart fólkinu í kringum hann drógu einstakling til dauða,“ sagði Morrissey.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þér hafi tekist að leggja fyrir að undanförnu ættirðu ekki láta ginnast af gylliboðum um skjótfenginn gróða. Frestaðu því ekki til morguns sem þú getur klárað í dag.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þér hafi tekist að leggja fyrir að undanförnu ættirðu ekki láta ginnast af gylliboðum um skjótfenginn gróða. Frestaðu því ekki til morguns sem þú getur klárað í dag.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg