Laufey er með hjarta úr gulli

Laufey Lín.
Laufey Lín.

Tónlistarkonan Laufey Lín Jónsdóttir, sem hefur heillað fólk um allan heim með blæbrigðaríkri rödd sinni, tilkynnti á dögunum um samstarfsverkefni sitt við Little Free Library, góðgerðafélag sem hvetur unga sem aldna til aukins lesturs. 

Sjálf er Laufey mikil lestrarkona og veit fátt skemmtilegra en að gramsa í hillum bókabúða í frítíma sínum, þar sem bækur opna augu og heima sem ýta undir frelsi til sköpunar og þekkingarauka. 

Tónlistarkonan fetaði í fótspor heimsþekktra kvenna á borð við Opruh Winfrey og Reese Witherspoon þegar hún setti á stofn bókaklúbbinn, The Laufey Book Club, í þeirri von um að hvetja aðdáendur sína til lesturs, enda er heimur bókanna sannkallaður ævintýraheimur sem allir eiga að hafa aðgang að. 

Laufey hvetur alla til að lesa.
Laufey hvetur alla til að lesa. Skjáskot/laufeymusic.com

Í fyrradag birti tónlistarkonan færslu á Instagram-síðu sinni þar sem hún greindi frá samstarfi sínu við Little Free Library, titlað Little Laufey Libraries.

Laufey mun nú veita tónleikagestum sínum og öðrum tækifæri til þess að gefa gömlum bókum nýtt líf, en sérmerktir bókakassar verða nú til staðar á öllum tónleikum hennar í Norður-Ameríku, frá og með mánudeginum. Það þýðir að allir sem vilja geta gefið bók og/eða nælt sér í bók. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þér hafi tekist að leggja fyrir að undanförnu ættirðu ekki láta ginnast af gylliboðum um skjótfenginn gróða. Frestaðu því ekki til morguns sem þú getur klárað í dag.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þér hafi tekist að leggja fyrir að undanförnu ættirðu ekki láta ginnast af gylliboðum um skjótfenginn gróða. Frestaðu því ekki til morguns sem þú getur klárað í dag.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg